fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Risastór loftsteinn fer nærri jörðinni í næsta mánuði – Engin hætta á árekstri að þessu sinni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. febrúar 2021 21:31

Loftsteinn. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 21. mars klukkan 16.03 að íslenskum tíma mun risastór loftsteinn þjóta fram hjá jörðinni. Hann er svo stór og fer svo nærri jörðinni að bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur sett hann í flokk loftsteina sem hugsanleg hætta getur stafað frá. Enginn annar loftsteinn, sem er álíka að stærð eða fer jafn hratt, mun koma nærri jörðinni á þessu ári. Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af árekstri að þessu sinni segja stjörnufræðingar.

LiveScience skýrir frá þessu. Fram kemur að loftsteinninn, sem nefnist 231937 (2001 FO32) sé 0,8 til 1,7 km í þvermál og verði í um tveggja milljóna kílómetra fjarlægð þegar hann verður næst jörðinni. Hraði hans verður þá um 124.000 km/klst.

NASA flokkar alla loftsteina og annað sem kemur nær jörðinni en 7,5 milljónir kílómetra sem hugsanlega hættulega hluti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi