fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Mitch McConnell segir kenningar samflokkskonu sinnar vera „krabbamein“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 05:17

Marjorie Taylor Greene er ansi umdeild. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings og einn valdamesti maður flokksins, er ekki ýkja hrifinn af nýkjörinni þingkonu Repúblikana, Marjorie Taylor Greene. Í fréttatilkynningu frá McConnell segir hann að stuðningur Greene við „fáránlegar lygar og samsæriskenningar“ sé „krabbamein í Repúblikanaflokknum“.

The Hill skýrir frá þessu. „Sá sem gefur í skyn að það hafi kannski ekki verið flugvél sem lenti á Pentagon 11. september, að hræðilegar skotárásir í skólum hafi verið sviðsettar og að Clinton-fjölskyldan hafi staðið á bak við hrap flugvélar John F. Kennedy Jr. lifir ekki í raunveruleikanum,“ segir í yfirlýsingunni.

Hann nefnir Greene, sem situr í fulltrúadeildinni, ekki með nafni en segir að fyrrnefnd atriði tengist ekki á nokkurn hátt þeim vandamálum sem bandarískar fjölskyldur standa frammi fyrir eða umræðum innan flokksins sem eiga að styrkja hann.

En það er engin vafi á að Greene hefur tekið orð McConnell til sín því hún tjáði sig um þau á Twitter skömmu eftir að yfirlýsing hans var birt. „Hið sanna krabbamein í Repúblikanaflokknum eru aumir Repúblikanar sem vita bara hvernig á að tapa. Það er þess vegna sem við missum þetta land,“ skrifaði hún.

Greene hefur meðal annars lýst yfir stuðningi við samsæriskenningarhreyfinguna QAnon og hún er grjótharður stuðningsmaður Donald Trump. Hún hefur meðal annars tekið undir staðlausar fullyrðingar hans og samsæriskenningar um að rangt hafi verið haft við í forsetakosningunum í nóvember.

Orð McConnell koma í kjölfar þess að margir Demókratar í fulltrúadeildinni reyna nú að koma Greene úr þeim nefndum sem hún situr í. Þeir hafa sagt að ef Repúblikanar víki henni ekki úr nefndunum muni þeir gera það með því að boða til atkvæðagreiðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt