fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Mega aðeins fara í fóstureyðingu ef um er að ræða nauðgun, sifjaspell eða lífshættu

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 12:40

Pólverjar hafa mótmælt lagabreytingunni. Mynd: EPA-EFE/Maciej Kulczynski POLAND OUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næstum allar fóstureyðingar í Póllandi eru ólöglegar frá og með deginum í dag. Í grein sem BBC birti í dag kemur fram að konur fái aðeins leyfi til að eyða fóstri ef um er að ræða nauðgun, sifjaspell eða ef meðgangan gæti stefnt konunni í lífshættu heilsufarslega séð. Fyrir daginn í dag hafði verið löglegt að fara í fóstureyðingu ef hægt var að sýna fram á að fóstrið hefði „alvarlegan eða óafturkræfan kvilla“ en 98% fóstureyðinga í Póllandi 2018 fóru fram á þeim forsendum.

Mikil mótmæli brutust út um allt land í gær þar sem fólk krafðist þess að bannið yrði afturkallað og birti m.a. Donald Tusk, fyrrum forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, færslu á Twitter þar sem hann úthúðar nýju lögunum.

Rök stuðningsmanna bannsins eru þau að fóstur hafi líka mannréttindi og að fóstureyðingar brjóti á stjórnarskrá landsins og Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna.

Talið er að um 200.000 konur fari í fóstureyðingar í öðru landi eða ólöglega árlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun