fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Ók á fjölda vegfarenda í Portland

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 05:44

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn er í haldi lögreglunnar í Portland í Oregon í Bandaríkjunum eftir að hann ók bifreið á fjölda fólks í gærkvöldi að staðartíma. Einn lést og fimm slösuðust alvarlega.

CNN segir að hinir slösuðu hafi allir verið lagðir inn á sjúkrahús. Að auki slösuðust margir til viðbótar lítils háttar en þurftu ekki að leggjast inn á sjúkrahús.

Vettvangurinn náði yfir margar götur, bæði gangstéttir og akbrautir. Hringingum rigndi inn til neyðarlínunnar þegar atburðarásin hófst.

Ökumaðurinn hélt áfram að aka á fólk allt þar til að bifreið hans, Honda Element, var orðin svo skemmd að ekki var hægt að aka henni lengra. Þá reyndi hann að hlaupa á brott en talsmaður lögreglunnar sagði að vitni hafi þá eiginlega króað hann af og haldið honum þar, þar til lögreglan kom og handtók hann.

Lögreglan hefur ekki veitt neinar upplýsingar um hver hinn handtekni er eða af hverju hann ók á fólkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni