fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Vilja efla gæslu við þýska þinghúsið í kjölfar atburðanna í Washington

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. janúar 2021 16:25

Þýska þinghúsið, Bundestag. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsbyggðin gat fylgst með því í beinni útsendingu þegar stuðningsmenn Donald Trump réðust á þinghúsið í Washington nýlega. Þetta fór ekki fram hjá þýskum yfirvöldum og þingmönnum og hefur nú verið ákveðið að skoða hvernig efla megi gæsluna við þinghúsið í Berlín til að koma í veg fyrir að svona geti gerst þar.

Wolfgang Schäuble, forseti þingsins, vill láta skoða hvernig er hægt að efla gæsluna við þinghúsið. Ríkisstjórnin hefur beðið sendiráðið í Washington um skýrslu um hvernig hlutirnir gátu farið svona úr böndunum í Washington.

Schäuble sendi Nancy Pelosi, leiðtoga Repúblikana í fulltrúadeildinni, bréf þar sem hann fordæmi árásina og ofbeldisverkin og varpaði sökinni að hluta á Donald Trump. Angela Merkel, kannslari, sagðist vera reið og leið yfir árásinni og að hluti af ábyrgðinni á henni lægi hjá Donald Trump því hann hafi ekki viljað játa ósigur sinn í forsetakosningunum í nóvember.

En það voru ekki allir Þjóðverjar ósáttir við árásina á bandaríska þinghúsið því Trump á sína stuðningsmenn í Þýskalandi eins og víðar. Dagblaðið Der Tagesspiegel birti nokkur ummæli sem þýskir stuðningsmenn Trump skrifuðu við myndband á YouTube af atburðunum í Washington. Í því sést lögreglumaður víkja undan æstum múgnum.

„Dásamlegt að sjá þetta. Svona vil ég líka sjá í Berlín. Lengi lifi forseti Bandaríkjanna, lengi lifi Donald Trump,“ skrifaði einn. „Látið ykkur hlakka til meira af þessu. Um allan heim. Truflið þið friðinn með kórónuveiru? Þá fáið þið ringulreið í staðinn!“ skrifaði annar. Á Facebooksíðu nýnasistahreyfingarinnar NPD var árásinni einnig fagnað.

Þetta veldur þýskum yfirvöldum áhyggjum. Stephan Kramer, yfirmaður leyniþjónustunnar í Thürningine, segir að atburðirnir í Washington muni „hvetja öfgahægrimenn og öfgasinna sem afneita kórónuveirufaraldrinum“. Hann segir að von þessara öfgamanna sé að þegar svona lagað geti gerst í Bandaríkjunum, leiðtogaríki lýðræðisríkja, þá geti þetta einnig gerst „hjá okkur“. Því þurfi Sambandsþingið og þing sambandarsíkjanna að vera undir árásir búin.

Skjót viðbrögð þingsins og innanríkisráðuneytisins má rekja til að í ágúst reyndu nokkur hundruð mótmælendur að komast inn í þinghúsið. Þeir komust í gegnum fyrstu varnarlínuna og upp tröppurnar að þinghúsinu en þar stöðvaði lögreglan þá. Margir mótmælendanna báru fána öfgahægrihreyfingarinnar Reichsbürger en hún viðurkennir ekki Þýskaland nútímans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug