fbpx
Laugardagur 03.desember 2022
Pressan

Þungir dómar fyrir að framleiða falskt Lego

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. september 2020 18:30

Lego er sívinsælt. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Shanghai í Kína dæmdi nýlega níu menn fyrir að hafa framleitt og selt ólöglegar eftirlíkingar af Lego. Um kerfisbundin svik var að ræða þar sem mennirnir framleiddu og seldu milljónir af fölsuðum Legovörum. Þær voru síðan seldar undir merki sem líkist merki hins danska Lego.

Mennirnir voru fundnir sekir um að hafa í 18 mánuði, frá september 2017 þar til þeir voru handteknir í apríl á síðasta ári, framleitt og selt 4,2 milljónir kassa af kubbum. Kassarnir og innihald þeirra voru nákvæm eftirlíking af framleiðslu Lego. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að mennirnir hafi haft sem svarar til rúmlega sex milljarða íslenskra króna upp úr krafsinu.

Þeir hófu framleiðslu sína 2015 og þróuðu hana og betrumbættu þannig að þeir gætu framleitt allt sem til þurfti í byggingasett byggð á hönnun og framleiðslu Lego. Þeir keyptu ný sett frá Lego um leið og þau komu á markað og byrjuðu síðan að framleiða „eigin“ vörur á grunni þeirra. Þeir sáu sjálfir um hönnun, byggðu eigin verksmiðjur og fengu aðra til að framleiða fyrir sig, pakka og sjá um lageraðstöðu. Síðan voru vörurnar seldar, á mun lægra verði en Lego, undir merkinu Lepin en í kínversku samhengi er það orð ekki mjög frábrugðið Lego. Megnið af sölunni fór fram á sölusíðunni Taobao.

Vörurnar voru vel úr garði gerðar og líktust framleiðslu Lego mjög. Neytendur áttu því erfitt með að sjá muninn en gátu með þessu eignast ódýra kubba en Lego er dýrt í Asíu.

Kínverskir fjölmiðlar hafa fjallað um dóminn og segja hann senda skýr skilaboð til annarra um að kínversk stjórnvöld taki skyldur sínar alvarlega hvað varðar að verja hugverkarétt annarra. Mennirnir voru allir fundnir sekir og dæmdir í allt að sex ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hið raunverulega Leðurfés – Skrímslið með merkti fórnarlömb sín með ryðguðum nöglum til að tryggja að þau myndu aldrei gleyma

Hið raunverulega Leðurfés – Skrímslið með merkti fórnarlömb sín með ryðguðum nöglum til að tryggja að þau myndu aldrei gleyma
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skelfilegt morðmál – Líkhlutum skolaði upp á land – Búið að fjarlægja líffæri

Skelfilegt morðmál – Líkhlutum skolaði upp á land – Búið að fjarlægja líffæri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Orion-geimfarið setti met um helgina og slær það aftur í dag

Orion-geimfarið setti met um helgina og slær það aftur í dag
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvað er í gangi? – Í annað sinn á skömmum tíma sem hann sýnir „mest elskaða barnið sitt“

Hvað er í gangi? – Í annað sinn á skömmum tíma sem hann sýnir „mest elskaða barnið sitt“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Yfirmaður hjá NASA segir stutt í að fólk muni búa á tunglinu

Yfirmaður hjá NASA segir stutt í að fólk muni búa á tunglinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að blanda ísbjarna og brúnbjarna muni ryðja sér til rúms

Telja að blanda ísbjarna og brúnbjarna muni ryðja sér til rúms