fbpx
Sunnudagur 25.október 2020
Pressan

Ný sönnunargögn í máli Anne-Elisabeth Hagen

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. september 2020 06:45

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan vinnur af miklum krafti að rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf frá heimili sínu í útjaðri Osló þann 31. október 2018. Lögreglan hefur meðal annars unnið út frá kenningu um að einn eða fleiri aðilar hafi ráðist á Anne-Elisabeth á baðherbergi heimilis hennar þennan örlagaríka morgun.

TV2 skýrir frá þessu. Eiginmaður hennar, milljarðamæringurinn Tom Hagen, er grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana á heimili þeirra hjóna og/eða að hafa átt aðild að hvarfi hennar og morði en lögreglan telur fullvíst að henni hafi verið ráðinn bani. Tom Hagen heldur því hins vegar fram að óþekktir gerendur hafi numið eiginkonu hans á brott.

Á fyrstu mánuðum rannsóknarinnar lagði lögreglan hald á ýmislegt á heimili hjónanna, þar á meðal á baðherberginu. Þar fundust lífsýni og bútar úr fötum Anne-Elisabeth. Sérfræðingar lögreglunnar gerðu mjög ítarlega rannsókn á baðherberginu strax í upphafi rannsóknarinnar. TV2 segist hafa heimildir fyrir að lögreglan hafi fjarlægt hvíta hurð, sem skilur baðherbergið og forstofuna að, auk klósettsetu og loksins af klósettinu.

Nú er að sögn leitað að blóði á þessum hlutum með því að nota ýmis efni. Með þessari aðferð er hægt að finna örlitla blóðdropa.

Talsmaður lögreglunnar vildi ekki tjá sig um þetta við TV2.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Loftmengun verður hálfri milljón barna að bana árlega

Loftmengun verður hálfri milljón barna að bana árlega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hald lagt á 2,3 tonn af kókaíni

Hald lagt á 2,3 tonn af kókaíni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegur taprekstur flugfélaga – Sex milljarðar á dag

Gríðarlegur taprekstur flugfélaga – Sex milljarðar á dag
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan hefur aldrei veitt meira saman

Fjölskyldan hefur aldrei veitt meira saman
Pressan
Fyrir 3 dögum

Níu úr sömu fjölskyldu létust – Borðuðu núðlur sem voru geymdar í frysti

Níu úr sömu fjölskyldu létust – Borðuðu núðlur sem voru geymdar í frysti
Fyrir 3 dögum

Mokveiði ennþá í Eystri Rangá

Mokveiði ennþá í Eystri Rangá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ástralía, Indland, Bandaríkin og Japan taka þátt í stórri heræfingu á Indlandshafi

Ástralía, Indland, Bandaríkin og Japan taka þátt í stórri heræfingu á Indlandshafi
Pressan
Fyrir 4 dögum

NASA og Nokia ætla að koma upp 4G farsímakerfi á tunglinu

NASA og Nokia ætla að koma upp 4G farsímakerfi á tunglinu