fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Sakaður um að drepa nágranna sinn til að verða frægur á TikTok

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 9. ágúst 2020 09:30

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn átján ára gamli Zachary Latham hefur verið ákærður fyrir að drepa William Durham eldri, 51 árs gamlan nágranna sinn. Lögfræðingar fjölskyldu Durham vilja meina að Latham hafi framið verknaðinn til að öðlast frægð á samfélagsmiðlinum TikTok. Frá þessu greinir The New York Post.

Zachary Latham og Durham-fjölskyldan höfðu um mánaða skeið átt í nágrannaerjum, sem snerust fyrst og fremst um ofsaakstur Latham.

Í maí hefur svo William Durham eldri ásamt eiginkonu sinni og tveimur sonum ætlað sér að bjóða Latham birginn, sem hafi verið vopnaður, með hníf og rafmagnsbyssu. Átökin enduðu með því að Durham var stunginn og lést hann í kjölfarið.

Lögfræðingar Durham-fjölskyldunnar vilja meina að Latham og eiginkona hans, Sarah hafi platað þau í að koma til sín svo að hún gæti tekið atvikið upp fyrir TikTok.

„Eiginkona táningsins, Sarah tók þessi mannskæðu átök upp. Það var nefnilega ætlun hennar og Latham að setja myndbandið á netið svo þau gætu orðið fræg á TikTok.“ Segir í yfirlýsingu lögfræðingana.

Kallaði hana „Karen“ og birti byssumynd

Áður hafði myndband frá Latham er varðaði þessi mál vakið athygli. Hann hafði tekið upp eiginkonu William, Catherine Durham, er hún skammaði hann og hringdi á lögregluna vegna ofsaaksturs hans. Myndbandið fékk um það bil þrjár milljónir áhorfa á TikTok, en í myndbandinu kallaði Latham hana Catherine „Karen“, orð sem er notað yfir forréttindablindar hvítar konur, sem líklegar eru til þess að kvarta.

Þá á Zachary í kjölfarið að hafa birt tvær færslur sem nú hefur verið eytt. Annars vegar þegar hann segir syni Durham-fjölskyldunnar, William yngri, að hann „sé með hníf, gaur“ og hins vegar mynd af sjálfum sér með byssu þar sem að stóð „svona tæklar þú nágrannana“.

Ennþá á TikTok

Samkvæmt fjölskyldu Durham var nánast ómögulegt að kvarta til lögreglunnar yfir ofsaakstri Latham, vegna heimsfaraldursins. Í eitt skipti hafi hann farið svo yfir strikið að fjölskyldan þurfti að láta hann heyra það, en það hafi endað með dauðsfalli William Durham.

Þá hefur Durham fjölskyldan verið kærð fyrir að fara inn á einkalóð Latham í leyfisleysi, þau krefjast aftur á móti að þeim ákærum verði vísað frá.

Zachary Latham hefur verið kærður fyrir að drepa William Durham eldri, þrátt fyrir það er hann ennþá duglegur að birta myndbönd á TikTok-síðu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu