fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Pressan

Tveir létust í skelfilegu lestarslysi á landamærum Þýskalands og Tékklands

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 20:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skelfilegt lestarslys átti sér stað í Erzfjöllum í Saxlandi í kvöld, á landamærum Þýskalands og Tékklands. Tvær lestir skullu saman með þeim afleiðingum að tveir létust, níu farþegar slösuðust alvarlega og 15 hlutu minniháttar meiðsl.

Önnur lestin var að koma frá Karlsbad en hin kom úr skóglendi frá Johanngeorgenstadt.

Annar hinna látnu er Þjóðverji en hinn Tékki.

Slysið átti sér stað á háum hóli þar sem erfitt var að koma við björgun og þurftu slökkviliðsmenn að leiða hina slösuðu fótgangandi yfir lestarteina. Einnig var leitað að slösuðum í skóglendi nálægt slysstaðnum þar sem talið var að einhverjir kynnu að hafa hlaupið burtu í áfalli.

Þýski miðillinn Bild greindi frá en myndir eru frá Twitter-síðu tékknesku lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegt tap Lufthansa

Gríðarlegt tap Lufthansa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump – „Engum líkar við mig“

Trump – „Engum líkar við mig“