fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Pressan

Segist hafa sloppið við opinbera aftöku án dóms og laga – Árásarmennirnir virðast ganga lausir

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vauhxx Booker, aktívisti og íbúi í borginni Bloomington í Indiana-fylki, Bandaríkjunum, deildi á dögunum hryllilegri lífsreynslu sinni af atviki sem átti sér stað fjórða júlí síðastliðinn, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Booker, sem er svartur, greindi frá því í Facebook-færslu sem hefur nú verið deilt hátt í 200 þúsund sinnum. að hann hafi næstum orðið fórnarlamb opinberar aftöku án dóms og laga (e. lynching).

Slíkar aftökur hafa átt sér stað í Bandaríkjunum frá miðri nítjándu öld og jafnvel fyrr. Fórnarlömbin hafa fyrst og fremst verið svört og gerendurnir hvítir. Umræddar aftökur eru gríðarlega ofbeldisfullar og oft safnast múgur fólks saman og fylgist með þeim. Opinberar aftökur án dóms og laga eru jafnan taldar ein allra versta birtingarmynd rasisma í Bandaríkjunum.

Öskruðu „hvítt vald“

Í færslu sinni greinir Vauhxx Booker frá því að hafa orðið fórnarlamb hatursglæps af höndum fimm hvítra manna sem héldu á suðurríkjafána (e. confederate flags). Hann segir að mennirnir hafi hótað að taka hann af lífi án dóms og laga fyrir framan nokkur vitni. Einhver myndbönd eru einnig til af umræddu atviki.

„Forsagan er sú að nokkrir einstaklingar, vinir mínir og ég, höfðum ákveðið að hittast til að horfa á tunglmyrkva í stað þess að halda upp á þjóðhátíðardaginn. Við hlökkuðum til að fylgjast með magnaðri fegurð náttúrunnar.

Á leið okkar í garðinn rákumst vinur minn og ég á stóran hvítan karl, sem virtist ölvaður. Hann var með stóran hatt með suðurríkjafána-merki. Við vorum kurteisir og héldum áfram á okkar leið, þó að þetta hafi verið vandræðalegt. Við tókum eftir því að hann elti okkur á fjórhjóli. Við námum staðar og þá hélt hann því fram að við værum á einkalóð. Við báðumst afsökunar og sögðum að þeir sem að höfðu skipulagt samkomuna okkar höfðu sagt að það væri í lagi að ganga þarna. Þegar við komumst á leiðarenda sögðum við skipuleggjandanum frá þessu, í ljós kom að maðurinn átti ekki lóðina.

Þrátt fyrir þetta þá ráðlögðum við okkar fólki að vera einungis á almenningshluta staðarins. Síðan kom í ljós að nokkrir einstaklingar höfðu lokað aðgangi að okkur með því að leggja fjórhjólum og bátum fyrir. Þegar einhverjir ætluðu yfir öskruðu þeir „hvítt vald“ (e. white power).“

Hrottalegt ofbeldi

Þá lýsir Booker því þegar að hann hafi ásamt vinum sínum farið yfir til að ræða málið við þetta fólk. Hann segir að þá hafi orðið ljóst að hann sem svartur maður hafi verið skotmark þeirra. Hann segir að þessir einstaklingar hafi verið rólegir um stund, en allt í einu orðið árásargjarnir.

„Ég og vinur minn vorum að labba í burtu frá þeim. Þeir eltu okkur og öskruðu á okkur. Tveir þeirra réðust á mig aftan frá og slógu mér í jörðina. Ég reyndi að losa mig frá þeim, einn þeirra bætist í hópinn og svo tveir. Þá voru þeir fimm og þeir áttu í engum vandræðum með að yfirbuga mig, draga mig og festa mig við tré. Þeir slógu mig í höfuðið og rifu hár af höfði mér, nokkrir þeirra voru ofan á mér að halda mér niðri. Svona var þetta í nokkrar mínútur, þeir gengu lengra og lengra, reyndu að veita mér alvarlegan skaða. Einn þeirra hoppaði á hálsinum á mér. Ég fann fætur hans og líkamsþyngd lenda harkalega á hálsinum.“

Þá segir Booker að táningsdóttir eins mannsins að hafa komið á vettvang. Hún hafi öskrað á föður sinn að hætta þessu og það hafi orðið til þess að fleiri hafi komið á vettvang. Það fólk hafi reynt að stöðva árásina.

„Árásarmennirnir sögðu þessum stækkandi hópi: „Við ætlum að brjóta á honum handleggina“, á meðan að þeir voru virkilega að beygja hendurnar mínar fyrir aftan bakið á mér.“

Myndbönd af vettvangi

Mennirnir eiga þá að hafa beðið fólk um að fara frá vettvangi á meðan að Booker var ennþá fastur undir trénu. Þá eiga einhverjir að hafa byrjað að taka atvikið upp á myndband, auk þess sem fólkið öskraði á mennina að það myndu ekki leyfa þeim að fremja morð.

Fólkið kom Booker þá frá árásarmönnunum sem hættu þó ekki og eltu fólkið. Að lokum höfðu mennirnir sig burt, eftir að hafa öskrað rasísk slagorð og sýnt ógnandi hegðun um stund, að sögn Booker.

Ekki handteknir

Eftir allt þetta var hringt á neyðarlínuna. Löggæsluaðilarnir eiga að hafa talað við árásarmennina áður en þeir skoðuðu hvort að í lagi væri með Booker. Þeir eiga að hafa neitað að handtaka árásarmennina þrátt fyrir að fjöldi vitna staðfesti gjörðir þeirra, auk þess sem að þeim voru sýnd myndbönd af aðförunum.

Booker spyr sig hvað þurfi að gerast áður en að löggæslan grípi til aðgerða. Hann segist einnig eiga erfitt með að átta sig á því hvernig hans eigin viðbrögð eigi að vera. Hann bendir á að hann hafi komið merkilega vel út úr þessu, samt með heilahristing, auk annara meiðsla á líkama og í hársverði. Booker bendir á að þetta sé þriðja virkilega slæma rasíska atvikið sem átt hefur sér stað í Bloomington á stuttum tíma.

Í dag voru haldin mótmæli vegna máls Booker í Bloomington, en þegar þessi frétt en engar fréttir hafa birst um handtökur á árásarmönnunum.

Líkt og flestir vita hafa mikil mótmæli á vegum Black Lives Matter-hreyfingarinnar átt sér stað í Bandaríkjunum í kjölfar morðsins á George Floyd. Þar hefur rótgrónum rasisma í Bandaríkjunum verið mótmælt.

Hér að neðan má sjá myndböndin af atvikinu og Facebook-færslu Vauhxx Booker. Viðkvæmir eru varaðir við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Dreymir um að flytja til Nýja-Sjálands til að sleppa frá kórónuveirunni

Dreymir um að flytja til Nýja-Sjálands til að sleppa frá kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Hefur spáð rétt um úrslit bandarískra kosninga í 36 ár – Sjáðu 2020 spána

Hefur spáð rétt um úrslit bandarískra kosninga í 36 ár – Sjáðu 2020 spána
Pressan
Í gær

Foreldrarnir héldu að níu ára sonurinn væri bara þreyttur – Síðan kom niðurstaðan

Foreldrarnir héldu að níu ára sonurinn væri bara þreyttur – Síðan kom niðurstaðan
Pressan
Í gær

Ótrúlegur fundur í farangri ferðamanns – Lögregla, tollvörður, læknir og saksóknari kallaðir á vettvang

Ótrúlegur fundur í farangri ferðamanns – Lögregla, tollvörður, læknir og saksóknari kallaðir á vettvang
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 100 látnir í Líbanon og 4.000 særðir – „Við erum vitni að miklum hörmungum“

Rúmlega 100 látnir í Líbanon og 4.000 særðir – „Við erum vitni að miklum hörmungum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gamalt viðtal við Díönu prinsessu vekur athygli – Setti fram athyglisverða skoðun

Gamalt viðtal við Díönu prinsessu vekur athygli – Setti fram athyglisverða skoðun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Popptónleikar eiga að þjóna hlutverki smittilraunar

Popptónleikar eiga að þjóna hlutverki smittilraunar
Fyrir 2 dögum

Gengur feiknavel í Vatnsá 

Gengur feiknavel í Vatnsá