fbpx
Fimmtudagur 13.ágúst 2020
Pressan

„Heimski kötturinn minn barnaði konuna mína“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 31. júlí 2020 05:40

Ætli þessi hafi komið við sögu?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það dettur örugglega ekki mörgum í hug að segja að það sé kettinum þeirra að kenna að konan er barnshafandi. En þessu heldur maður einn fram og hvikar ekki frá sögu sinni.

Hann skýrði frá þessu á Reddit þar sem hann byrjaði á að segja að þau hjónin hafi lengi reynt að eignast börn en það hafi gengið illa. Það hafi loksins tekist á síðasta ári og hamingja þeirra hafi verið mikil. Fæðingin var hins vegar rosalega erfið og því hafi þau ákveðið að bíða aðeins með að reyna að eignast annað barn. Eiginkonan vildi ekki nota getnaðarvarnarpillur og því þurfti að grípa til annarra ráða.

„Við hugsuðum með okkur að þá hlyti gúmmí að duga. Og það er hér sem kötturinn kemur inn í myndina.“

Segir hann í færslu sinni.

„Kötturinn okkar er illgjarn snillingur. Ég held í alvöru að þessi litli, loðni, appelsínuguli skítur sé gáfaðri en tæplega eins árs barnið okkar. Hann veður í allt og ég meina virkilega allt. Engar dyr, skúffur eða skápar eru honum hindrun og ef hann veit hvar eitthvað, sem hann vill fá, er þá finnur hann það. Þetta er svo slæmt að ég hélt í fyrstu að það væri reimt í húsinu okkar eftir að við tókum hann að okkur. Á hverjum morgni sá ég að búið var að opna allar skúffur og skápa!“

Segir maðurinn og bætir við:

„Hvernig klúðraði ég þessu og lét hann barna konuna mína?“

Síðan kemur skýringin. Á heimilinu voru smokkarnir geymdir hjá eyrnapinnunum og var kötturinn mjög áhugasamur um eyrnapinnana. Dag einn komst hann í þá og þá upphófst sannkölluð slátrun þar sem hann tætti eyrnapinnana í sundur.

„Hræðileg sjón mætti mér, bitnir plastpinnar, bómull í tætlum og gylltir smokkapakkar út um allt. Ég hugsaði ekki frekar út í þetta og tók til og setti smokkana á sinn stað.“

Um kvöldið dró til tíðinda í hjónaherberginu og eins og svo oft áður teygði maðurinn sig í smokka úr skúffunni.

„Síðan spólum við nokkrar vikur fram eða þar til konan mín byrjaði að kvarta yfir ógleði og aumum brjóstum. Hún átti enn óléttupróf frá því síðast og tók eitt til að vera viss. Síðan annað og annað. Niðurstaðan var alltaf sú sama, hún var ólétt.“

„Við lögðum höfuðið í bleyti til að finna út hvað hafði gerst og síðan fattaði ég það skyndilega: Helvítis kötturinn!“

Viti menn þegar hann skoðaði ónotuðu smokkana sá hann að kötturinn hafði japlað á þeim og læst klónum í þá. Kötturinn hafði sem sagt gatað þá.

„Ég get ekki beðið eftir að segja væntanlegu barni okkar að hann eða hún eigi ketti að þakka að hafa komið í heiminn!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

97.000 börn smituðust af kórónuveirunni á tveimur vikum í Bandaríkjunum

97.000 börn smituðust af kórónuveirunni á tveimur vikum í Bandaríkjunum
Pressan
Í gær

Ráðgátan um hótunarbréfið – Telja mikilvægan hlut vanta á það

Ráðgátan um hótunarbréfið – Telja mikilvægan hlut vanta á það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir það góða hugmynd að andliti hans verði bætt við Mount Rushmore

Trump segir það góða hugmynd að andliti hans verði bætt við Mount Rushmore
Pressan
Fyrir 2 dögum

Forsetar á reiðhjólum – Skrautleg saga reiðhjólsins í Hvíta húsinu

Forsetar á reiðhjólum – Skrautleg saga reiðhjólsins í Hvíta húsinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakaður um að drepa nágranna sinn til að verða frægur á TikTok

Sakaður um að drepa nágranna sinn til að verða frægur á TikTok
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sex dularfull mannshvörf frá sama smábænum – Tvær fundist en lögreglan gefur ekkert upp

Sex dularfull mannshvörf frá sama smábænum – Tvær fundist en lögreglan gefur ekkert upp
Pressan
Fyrir 5 dögum

Staðfest að starfsmenn Trumps aðstoða Kanye West við framboð sitt – „No comment“ segir lögmaður Trumps

Staðfest að starfsmenn Trumps aðstoða Kanye West við framboð sitt – „No comment“ segir lögmaður Trumps
Pressan
Fyrir 5 dögum

Indland er þriðja landið þar sem kórónuveirusmit eru orðin fleiri en tvær milljónir

Indland er þriðja landið þar sem kórónuveirusmit eru orðin fleiri en tvær milljónir