fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Pressan

Mark Zuckerberg tapar 1.000 milljörðum á sniðgöngu auglýsenda

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. júlí 2020 11:05

Zuckerberg þarf að verjast þessa dagana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg stórfyrirtæki hafa að undanförnu hætt að auglýsa á Facebook vegna gagnrýni á reglur samfélagsmiðilsins um tjáningarfrelsi sem hafa að margra mati valdið því að hatursorðræða af ýmsu tagi fær að leika lausum hala á miðlinum. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa ákveðið að hætta að auglýsa á Facebook eru Coca-Cola og Unilever.

Þetta kemur illa við Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook. Því á föstudaginn lækkuðu hlutabréf í fyrirtækinu um 8,3% eftir að Unilever tilkynnti að fyrirtækið muni ekki auglýsa meira á Facebook á þessu ári.

Bloomberg skýrir frá þessu. Markaðsvirði Facebook lækkaði um 56 milljarða dollara í kjölfarið og þar með rýrnaði eignarhlutur Zuckerberg um 7,2 milljarða dollara en það svarar til um 1.000 milljarða íslenskra króna. Hann féll úr þriðja sætinu, yfir ríkustu menn heims, niður í það fjórða við þetta.

Fyrirtækin, sem hafa hætt að auglýsa á Facebook, telja að miðillinn geri ekki nóg til að stöðva hatursorðræðu og streymi rangra upplýsinga.

Zuckerberg hefur nú ákveðið að Facebook muni banna auglýsingar sem lýsa mismunandi þjóðfélagshópum, á grunni uppruna þeirra eða samfélagsstöðu, sem ógn. Einnig verða færslur stjórnmálamanna og annarra fjarlægðar ef þær hvetja til ofbeldis eða eiga að hafa áhrif á kjörsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegt tap Lufthansa

Gríðarlegt tap Lufthansa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump – „Engum líkar við mig“

Trump – „Engum líkar við mig“