fbpx
Fimmtudagur 13.ágúst 2020
Pressan

Mæðgur fundust látnar í bíl – Skelfileg ástæða andlátanna liggur nú fyrir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. júlí 2020 05:45

Mæðgurnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum dögum fundust móðir og tvær dætur hennar látnar í bíl móðurinnar í Dallas í Texas í Bandaríkjunum. Nú er komin niðurstaða í af hverju mæðgurnar létust og er hún vægast sagt skelfileg.

Daily Mail skýrir frá þessu.  Mæðgurnar sáust síðast á lífi á miðvikudag í síðustu viku þegar Natalie Chambers ók af stað um klukkan 8 til að fara með stúlkurnar til að hitta leikfélaga. En mæðgurnar skiluðu sér aldrei á áfangastað.

Á upptökum úr eftirlitsmyndavél sést hvar Natalie ók bifreið sinni inn á bifreiðastæði við Farmers Branch þar sem hún drap á vélinni. Upptökurnar sýna að hvorki Natalie né stúlkurnar fóru út úr bifreiðinni og enginn kom nálægt henni.

Sólarhring síðar fundust mæðgurnar látnar í bifreiðinni.

Mæðgurnar á góðri stund.

Bráðabirgðaniðurstöður rannsókna sýna að Natalie, sem var 31 árs, lést af völdum of stórs skammts af eiturlyfjum eða lyfjum en ekki liggur fyrir hvaða efni varð henni að bana. Dætur hennar, Isabel 4 ára og Elise 2 ára, létust af völdum þess hversu heitt varð í bílnum. Hitinn náði 33 gráðum í Dallas þennan dag og því var hitinn í Ford Escape bíl Natalie lífshættulegur.

Ættingi Natalie sagði að hún hafi barist við að reyna að losna undan oki fíkniefna og hafi einnig glímt við þunglyndi. Hún hafi sótt sér hjálp og hafi verið frábær móðir. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi gert þunglyndið verra og að hún hafi greinilega fallið og byrjað aftur að nota fíkniefni eða lyf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

97.000 börn smituðust af kórónuveirunni á tveimur vikum í Bandaríkjunum

97.000 börn smituðust af kórónuveirunni á tveimur vikum í Bandaríkjunum
Pressan
Í gær

Ráðgátan um hótunarbréfið – Telja mikilvægan hlut vanta á það

Ráðgátan um hótunarbréfið – Telja mikilvægan hlut vanta á það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir það góða hugmynd að andliti hans verði bætt við Mount Rushmore

Trump segir það góða hugmynd að andliti hans verði bætt við Mount Rushmore
Pressan
Fyrir 2 dögum

Forsetar á reiðhjólum – Skrautleg saga reiðhjólsins í Hvíta húsinu

Forsetar á reiðhjólum – Skrautleg saga reiðhjólsins í Hvíta húsinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakaður um að drepa nágranna sinn til að verða frægur á TikTok

Sakaður um að drepa nágranna sinn til að verða frægur á TikTok
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sex dularfull mannshvörf frá sama smábænum – Tvær fundist en lögreglan gefur ekkert upp

Sex dularfull mannshvörf frá sama smábænum – Tvær fundist en lögreglan gefur ekkert upp
Pressan
Fyrir 5 dögum

Staðfest að starfsmenn Trumps aðstoða Kanye West við framboð sitt – „No comment“ segir lögmaður Trumps

Staðfest að starfsmenn Trumps aðstoða Kanye West við framboð sitt – „No comment“ segir lögmaður Trumps
Pressan
Fyrir 5 dögum

Indland er þriðja landið þar sem kórónuveirusmit eru orðin fleiri en tvær milljónir

Indland er þriðja landið þar sem kórónuveirusmit eru orðin fleiri en tvær milljónir