fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Þetta er maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt Madeleine McCann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. júní 2020 11:58

Christian Brückner - Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska stúlkubarnið Madeleine McCann, sem hvarf sporlaust úr hótelíbúð í Algarve í Portgúgal, vorið 2007, skömmu fyrir fjögurra ára afmælisdag sinn, heitir Christian Brückner. Hann er 43 ára gamall og afplánar nú fangelsisdóma vegna kynferðisbrota.

Christian bjó í Algarve, í nágrenni við dvalarstað McCann-fjölskyldunnar um það leyti sem stúlkan hvarf. Hann er sagður hafa bendlað sig við málið í samtali fyrrverandi samleigjanda sinn.

Christian á að baki langan sakaferil, meðal annars fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Hann var 17 ára gamall er hann réðst á sex ára stúlku á leikvelli í Würzburg í Bæjaralandi árið 1993. Hann hljóp í burtu er skelfingu lostið barnið fór að gráta.

Nokkru síðar gerðist hann sekur um að bera sig fyrir framan 9 ára stúlku. Við réttarhöldin var hann spurður um hvað honum fyndist um gjörðir sína: „Ég hugsaði ekkert,“ svaraði Christian.

Christian flutti til Braunswheig og gerðist þar sekur um kynferðislega áreitni við börn, þjófnað, líkamsárásir og vörslu barnakláms.

Hann áreitti barn árið 2013 og árið 2016 var hann dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir vörslu barnakláms. Ári síðar var hann sakfelldur fyrir líkamsárás.

Sex ára drengur hvarf sporlaust

Christian var dæmdur fyrir að hafa nauðgað og misþyrmt 72 ára gamalli bandarískri konu í nágrenni við dvalarstað McCann-fjölskyldunnar þaðan sem Maddie hvarf. Á þessi atburður að hafa átt sér stað árið 2005, um einu og hálfu ári áður en Maddie hvarf. Christian er sagður hafa ráðist á konuna inni á heimili hennar.

Lögreglan rannsakar nú hvort Christian sé viðriðinn hvarf á sex ára gömlum dreng, René Hasée, sem hvarf frá Amoreira ströndinni nálægt Aljezur í Portúgal þann 19. júní árið 1996. Christian var þá tvítugur að aldri. Foreldrar René litla misstu hann úr augsýn stutta stund. Hefur þýska lögreglan fengið vísbendingar um að Christian sé viðriðinn málið.

René Hasée

Christian er líka grunaður um að hafa orðið valdur að hvarfi Inga Gehricke, fimm ára gamallar stúlku, sem hvarf frá borginni Stendal í vesturhluta Þýskalands, árið 2015.

Er hann því grunaður um að vera valdur að hvarfi tveggja barna auk Maddie.

Grunur þýsku lögreglunnar um að Christian sé valdur að hvarfi Maddie litlu virðist mjög sterkur. Málið hefur verið linnulítið í fjölmiðlum síðan vorið 2007 og nú hillir undir lausn þess.

Gerry og Kate Foreldrar Madeleine hafa aldrei hætt að leita. Mynd: Getty Images

Heimildir: Focus.de og Evening Standard

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun