fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Myndband af hjólreiðamanni ráðast að ungu fólki sem studdi mótmælin – „Ekki snerta mig!“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 5. júní 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Maryland-fylki, Bandaríkjunum leitar hjólreiðamanns sem að náðist á myndband er hann réðst að ungu fólki sem var að að dreifa plaggötum til stuðnings mótmæla vegna morðsins á George FloydNBC greinir frá þessu.

Á myndbandinu sést maðurinn atast í ungri konu sem öskrar á hann: „Ekki snerta mig!“ Í kjölfarið snýr hann sér að annari ungri konu, grípur í handlegg hennar og rífur plaggöt af henni. Á meðan biður fólk á vettvangi hann um að hætta. Síðan má sjá manninn reiða hjólið sitt af offorsi að einstaklingunum sem að tekur myndbandið upp. Það á að hafa ollið því að einstaklingurinn féll í jörðina.

Umrætt atvik átti sér stað í almenningsgarði í Bethesda í Maryland-fylki, en líkt og áður segir var fólkið að dreifa plaggötum um svæðið til að vekja athygli á kynþáttamismunun.

Samkvæmt einu fórnarlambanna á maðurinn einnig að hafa ítrekað sagt þeim að „fokka sér“ og að þau væru að „búa til óeirðir.“

Netverjar hafa tekið málin í sínar hendur, deilt myndbandinu og skjáskotum af andliti mannsins. Fólk er beðið um að láta vita þekki það hjólreiðamann sem býr í nágrenni við Bethesda sem lýti út eins og maðurinn á myndbandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu