Lögreglan í Maryland-fylki, Bandaríkjunum leitar hjólreiðamanns sem að náðist á myndband er hann réðst að ungu fólki sem var að að dreifa plaggötum til stuðnings mótmæla vegna morðsins á George Floyd. NBC greinir frá þessu.
Á myndbandinu sést maðurinn atast í ungri konu sem öskrar á hann: „Ekki snerta mig!“ Í kjölfarið snýr hann sér að annari ungri konu, grípur í handlegg hennar og rífur plaggöt af henni. Á meðan biður fólk á vettvangi hann um að hætta. Síðan má sjá manninn reiða hjólið sitt af offorsi að einstaklingunum sem að tekur myndbandið upp. Það á að hafa ollið því að einstaklingurinn féll í jörðina.
This grown a*s man just did this to a little girl who was posting flyers in support of George Floyd. This is sick. No grown man has the right to touch children, ever. pic.twitter.com/gxUZ3fFpmf
— Frank Giugliano (@nyccookies) June 4, 2020
Umrætt atvik átti sér stað í almenningsgarði í Bethesda í Maryland-fylki, en líkt og áður segir var fólkið að dreifa plaggötum um svæðið til að vekja athygli á kynþáttamismunun.
Samkvæmt einu fórnarlambanna á maðurinn einnig að hafa ítrekað sagt þeim að „fokka sér“ og að þau væru að „búa til óeirðir.“
Netverjar hafa tekið málin í sínar hendur, deilt myndbandinu og skjáskotum af andliti mannsins. Fólk er beðið um að láta vita þekki það hjólreiðamann sem býr í nágrenni við Bethesda sem lýti út eins og maðurinn á myndbandinu.