fbpx
Föstudagur 10.júlí 2020
Pressan

Telja að kórónuveiran hafi borist með Dönum til Íslands

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. júní 2020 05:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri rannsókn vísindamanna við Kaupmannahafnarháskóla komast þeir að þeirri niðurstöðu að það hafi líklega verið Danir sem báru kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, til Íslands, Svíþjóðar og Lettlands auk fleiri landa.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa ekki enn verið ritrýndar. Vísindamennirnir, sem eru með stærðfræðimenntun, hafa opinberað einhverskonar ættartré kórónuveiru sem veitir yfirsýn yfir hvernig veira berst manna á milli. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.

Ættartréð sýnir meðal annars, eins og við var búist, að smitið barst aðallega til Danmerkur frá skíðastaðnum Ischgl í Austurríki. En um leið hafa Danir mjög líklega borið veiruna með sér til Íslands, Svíþjóðar og Lettlands að sögn Matthias Christandl, prófessors við stærðfræðideild Kaupmannahafnarháskóla. Ritzau hefur eftir honum að sama stökkbreytta afbrigðið, sem er mjög útbreitt í Danmörku, skjóti upp kollinum á Íslandi, í Svíþjóð og Lettlandi. Það sé því nærliggjandi að telja að stökkbreytingin hafi átt sér stað í Danmörku og síðan hafi hún breiðst til fleiri landa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Segir frá margvíslegri áreitni – „Hann vildi sofa hjá mér“

Segir frá margvíslegri áreitni – „Hann vildi sofa hjá mér“
Pressan
Í gær

Læknir segir að kórónuveiran geti valdið heilaskaða hjá börnum

Læknir segir að kórónuveiran geti valdið heilaskaða hjá börnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjastjórn vísar erlendum námsmönnum úr landi – Hefur áhrif á íslenska námsmenn

Bandaríkjastjórn vísar erlendum námsmönnum úr landi – Hefur áhrif á íslenska námsmenn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Danir prófa nýtt lyf gegn COVID-19 – 40 sinnum áhrifaríkara en remdesivir

Danir prófa nýtt lyf gegn COVID-19 – 40 sinnum áhrifaríkara en remdesivir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýtt tilfelli heilaétandi amöbu staðfest í Flórída

Nýtt tilfelli heilaétandi amöbu staðfest í Flórída
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump slítur samstarfi Bandaríkjanna við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina

Trump slítur samstarfi Bandaríkjanna við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullur dauði 350 fíla í Botswana

Dularfullur dauði 350 fíla í Botswana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Instagramstjarna grunuð um að reyna að stela 100 milljónum punda frá liði í ensku úrvaldsdeildinni

Instagramstjarna grunuð um að reyna að stela 100 milljónum punda frá liði í ensku úrvaldsdeildinni