fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Stríðsástand í Bandaríkjunum – Handtökuskipanir á hendur lögreglumönnum – Ekki fyrir viðkvæma

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 2. júní 2020 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gefnar hafa verið út handtökuskipanir á hendur sex lögregluþjónum í Atlanta-fylki í Bandaríkjunum eftir að myndband náðist af þeim misbeita valdi sínu gegn tveimur háskólanemum. Á myndbandinu má sjá nemendurna dregna úr bíl og skotna með rafbyssum fyrir litlar sem engar sakir.

Undanfarna daga hafa verið hávær mótmæli og mikil ólga vestanhafs í kjölfar þess að lögregluþjónninn Derek Chauvin kæfði George Floyd með því að setja hné sitt á háls Floyd þannig að hann gat ekki andað.  Myndband náðist einnig af því atviki. George Floyd var svartur, en andlát hans er einungis eitt af mörgum tilfellum þar sem að svartur maður er drepinn af lögreglunni í Bandaríkjunum. Mótmælin sem um ræðir snúast fyrst og fremst rótgróið kynþáttamisrétti. Margir hafa lýst ástandinu sem stríðsástandi.

Þá hefur Bandaríkjaforseti, Donald Trump, verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við mótmælunum. Hann hefur kallað út þjóðvarnarlið gegn mótmælendum, hótað að kalla út herinn gegn þeim og skilgreint stóran hluta mótmælenda -svokallaða andfasista – sem hryðjuverkamenn.  Þá sprautaði lögregla táragasi á friðsama mótmælendur þegar að Trump sinnti embættisverkum sínum í dag og bílalest hans þurfti að komast framhjá.

Gríðarlegt magn af myndum og myndböndum sýna hvernig  lögregla beitir sér af mikilli hörku gegn mótmælendum, til að mynda birtu The New York Times og Reuters slík myndbönd sem sjá má hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu