fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Segja öfgahægrimenn standa á bak við mótmæli gegn kórónuveirulokunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. maí 2020 05:33

Þjóðverjar mótmæltu um síðustu helgi. EPA-EFE/LUKAS BARTH-TUTTAS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir þýskir stjórnmálamenn vara nú við því sem þeir kalla „vaxandi öflum öfgahægrimanna í Þýskalandi“. Þessi orð láta þeir falla í kjölfar mótmæla um allt land gegn þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til í því skyni að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.

Frankfurter Allgemeine skýrir frá þessu auk fleiri þýskra miðla. Yfirvöld segja að margir mótmælendanna séu öfgahægrimenn, andstæðingar ríkisvaldsins og samsæriskenningasmiðir. Allir þessir hópar noti heimsfaraldurinn til að ná sínum eigin málstað fram.

Felix Klein, sem stýrir aðgerðum ríkisins gegn gyðingahatri, segist telja þessi mótmæli mjög hættuleg. Í samtali við Süddeutsche Zeitung sagði hann einnig að hann telji að mótmæli sem þessi skaði trú almennings á lýðræðinu. Þau skapi einhverskonar frjálst rými fyrir samsæriskenningasmiði úr röðum gyðingahatara, þeirra sem neita því að Helförin hafi átt sér stað og aðra sem aðhyllast vafasamar skoðanir og kenningar.

Sífellt hefur fjölgað í hópi þeirra sem mótmæla og hefur það vakið upp minningar um þróun mála þegar Pegida hóf að mótmæla 2015 en samtökin eru andsnúin múslimum. Það fjölgaði í hópi mótmælenda í hvert sinn sem þau boðuðu til mótmæla.

Alternative für Deutschland, sem er langt til hægri, nýtti sér þá bylgju andúðar á innflytjendum til að auka fylgi sitt. Hreyfingin hefur leikið sama leikinn núna og styður mótmælendur og fer ekki leynt með það.

Ný skoðanakönnun sem var gerð fyrir Der Spiegel sýnir að tæplega fjórði hver Þjóðverji hefur skilning á sjónarmiðum mótmælenda.

Þýskum stjórnmálamönnum er mjög brugðið vegna þessa og Angela Merkel, kanslari, segir þetta mikið áhyggjuefni.

Þrátt fyrir að meirihluti landsmanna styðji aðgerðir ríkisstjórnarinnar og að stuðningur við ríkisstjórnina hafi farið vaxandi þá eykst andstaðan einnig. Hluti hennar á uppruna sinn að rekja til YouTube þar sem samsæriskenningasmiðir og öfgahægrimenn finna þá næringu sem þeir þurfa til að rækta skoðanir sínar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég hef sofið hjá ungum og gömlum mönnum“ – „Það er mikill munur“

„Ég hef sofið hjá ungum og gömlum mönnum“ – „Það er mikill munur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar