fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Engin mótefni gegn COVID-19 í blóði fyrsta belgíska sjúklingsins

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. maí 2020 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 54 ára Philip Soubry var fyrsti Belginn sem greindist með COVID-19 eftir að hann var fluttur heim frá Wuhan í Kína í byrjun febrúar en þar átti veiran líklega upptök sín. Nýjar rannsóknir á honum sýna að hann er ekki með mótefni gegn veirunni, sem veldur COVID-19, í líkama sínum. Vísindamenn vita ekki hver skýringin á því er.

Samkvæmt fréttum belgískra og hollenskra fjölmiðla þá greindist Soubry með smit þegar hann kom frá Wuhan. Hann var í kjölfarið settur í einangrun og var í henni þar til staðfest hafði verið með tveimur prufum að hann væri ekki lengur smitaður. Hann veiktist hins vegar aldrei, fékk aldrei beinverki, hósta eða önnur einkenni sjúkdómsins en smitaður var hann.

Þegar staðfest hafði verið að hann væri laus við smitið sagði læknir hans honum að hann þyrfti ekki að hafa frekari áhyggjur, hann gæti ekki smitast aftur. Það byggði hann á þeirri vitneskju sem við höfum um aðrar kórónuveirur en þetta hefur ekki verið sannað á óyggjandi hátt varðandi þessa veiru.

Síðan kom í ljós að þetta átti ekki við um Soubry.

„Ég hélt að ég væri alveg öruggur hvar sem ég færi.“

Sagði hann þegar niðurstaðan lá fyrir og var augljóslega brugðið.

Katrien Lagrou, hjá Háskólasjúkrahúsinu í Leuwen, segir að líklega megi skýra þetta með því að veiran hafi aldrei gert Soubry veikan og hann hafi ekki fengið nein einkenni hennar. Hjá sjúklingum, sem veiktust af völdum veirunnar, hafi mótefni gegn henni fundist í líkama þeirra. Hún segir að frekari rannsókna sé þörf á þessu og eins og staðan sé núna sé enginn öruggur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“