fbpx
Sunnudagur 05.júlí 2020
Pressan

Læknar gerðu hræðilega uppgötvun í heila COVID-19 sjúklings

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. apríl 2020 07:01

Mynd af heila konunnar. Mynd:U.S National Library of Medicine

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að 58 ára bandarísk kona, sem smitaðist af COVID-19, hafi verið fyrsta manneskjan til að fá sjaldgæfa tegund bráðaheilahimnubólgu af völdum veirunnar. Bráðaheilahimnubólga kemur oftast upp í kjölfar veirusýkingar eða vandamála í kjölfar sýkingar.

U.S. National Library of Medicine skýrir frá þessu og hvetur heilbrigðisstarfsfólk til að vera á varðbergi gagnvart COVID-19 smituðum einstaklingum með „breytt meðvitundarstig“.

Í fréttatilkynningu, sem var birt á heimasíðu Henry Ford Health System, er haft eftir Elissa Fory, taugalækni, að það sé mjög mikilvægt fyrir heilbrigðisstarfsfólk að vera meðvitað um þetta og athuga hvort meðvitundarstig sjúklinga breytist.

Konan hafði að sögn verið með hósta í þrjá daga og hafði verið með hita og það sem læknar lýsa sem „breytt meðvitundarstig“ þegar hún leitaði til læknis. Hún var mjög ringluð og átti erfitt með að átta sig á hlutum.

Mynd af heila konunnar. Mynd:U.S National Library of Medicine

Dæmigerð einkenni bráðaheilahimnubólgu eru höfuðverkur, pirringur, vanlíðan, skert andleg starfsemi, ljósfælni, minnisvandamál, persónuleikabreytingar, einbeitingarskortur og/eða krampar.

Konan var flutt á sjúkrahús 19. mars þar sem myndir voru teknar af heila hennar. þá kom í ljós að heilinn hafði orðið fyrir tjóni og blætt hafði inn á svæði sem tengjast hugrænni starfsemi og minni.

Ástand konunnar er mjög alvarlegt og liggur hún enn á sjúkrahúsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Yfir 500 laxar í Urriðafossi

Yfir 500 laxar í Urriðafossi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir eitthvað mikið að í Norður-Kóreu

Segir eitthvað mikið að í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sænskir lögreglumenn héldu að ofurölvi og röflandi sænskur ökumaður væri Dani

Sænskir lögreglumenn héldu að ofurölvi og röflandi sænskur ökumaður væri Dani
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný samantekt – Í þessum löndum er best að vera eftirlaunaþegi

Ný samantekt – Í þessum löndum er best að vera eftirlaunaþegi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Deilur um nektarmyndir enduðu með morði

Deilur um nektarmyndir enduðu með morði
Pressan
Fyrir 4 dögum

WHO ætlar að fylgjast náið með nýrri hættulegri veiru í svínum í Kína

WHO ætlar að fylgjast náið með nýrri hættulegri veiru í svínum í Kína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nígerísk internetstjarna handtekinn fyrir milljarðasvik

Nígerísk internetstjarna handtekinn fyrir milljarðasvik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eldingar urðu rúmlega 100 að bana á Indlandi

Eldingar urðu rúmlega 100 að bana á Indlandi