fbpx
Sunnudagur 07.júní 2020
Pressan

Segja Þýskaland standa frammi fyrir efnahagslegum hamförum vegna COVID-19

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. mars 2020 07:30

Frá Berlín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kostnaðurinn sem fellur til vegna COVID-19 faraldursins mun væntanlega verða meiri en allur sá kostnaður sem hefur orðið vegna efnahagslægða og náttúruhamfara áratugum saman. Þetta segir Clemens Fuest, prófessor og forstjóri Ifo stofnunarinnar hjá Ludwig-Maximilian háskólanum í München, um efnahagslegar afleiðingar COVID-19 faraldursins í Þýskalandi.

Stofnunin hefur reiknað út nokkrar mögulegar sviðsmyndir sem sýna að í „besta falli“ sleppur Þýskaland með 7,2% efnahagssamdrátt en í versta falli verði samdrátturinn 20,6%. Í evrum talið svarar þetta til taps á milli 255 og 728 milljarða evra.

Gabriel Felbermayer, forstjóri Institut für Weltwirtschaft í Kiel, tekur í sama streng og segist óttast að Þýskaland standi nú á þröskuldi mesta samdráttarskeiðs sögunnar. Mánaðarlöng lokun samfélagsins, sem dragi úr framleiðslu um helming, kosti á ársgrundvelli 4 prósent hagvöxt. Tveggja mánaða lokun kosti 8 prósent hagvöxt. Svo mikinn samdrátt hafi Þýskaland ekki tekist á við á friðartímum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

,,Heilalausir rasistar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Enn ganga Trump og stjórn hans nærri náttúrunni

Enn ganga Trump og stjórn hans nærri náttúrunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bretar vilja veita þremur milljónum Hong Kong-búa ríkisborgararétt

Bretar vilja veita þremur milljónum Hong Kong-búa ríkisborgararétt
Fyrir 2 dögum

Gekk vel á Skagageiðinni

Gekk vel á Skagageiðinni
Fyrir 2 dögum

Fiskurinn hefur allstaðar verið að gefa sig

Fiskurinn hefur allstaðar verið að gefa sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

99% viss um að bóluefni gegn kórónuveirunni muni virka

99% viss um að bóluefni gegn kórónuveirunni muni virka
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést skömmu fyrir brúðkaupið – Ljósmyndastofan er nú í miklum hremmingum

Lést skömmu fyrir brúðkaupið – Ljósmyndastofan er nú í miklum hremmingum