fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Varar við enn verra ástandi vegna COVID-19 í New York – „Þetta verður verra. Apríl og maí verða miklu verri.“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. mars 2020 06:59

Times Square í New York.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bill de Blasio, borgarstjóri í New York, segist óttast að nauðsynlegur búnaður fyrir heilbrigðisstarfsfólk, til dæmis hlífðarfatnaður, og lækningatæki verði á þrotum eftir níu daga. Hann hvetur Donald Trump, Bandaríkjaforseta, til að koma borgarbúum til aðstoðar.

Óhætt er að segja að stórborgin New York líkist sviðsmynd í heimsendamynd þessa dagana. Átta milljónir manna reyna nú að halda sig fjarri öðru fólki til að forðast að smitast af COVID-19 veirunni. Breiðstræti borgarinnar eru nánast mannlaus, veitingahús eru lokuð sem og barir og leikhúsin á Broadway. Það sama á við um flestar verslanir. Milljónir manna sitja því heima og bíða eftir að ástandið batni. Margir í litlum íbúðum á þéttbýlum svæðum. Segja má að óttinn liggi í loftinu.

Nú eru um þrjár vikur síðan að fyrsta smitið var staðfest í borginni en í dag eru fimm prósent allra staðfestra smita í heiminum í New York. Bill de Blasio segir að ástandið eigi enn eftir að versna.

„Allir Bandaríkjamenn eiga skilið að heyra hinn skelfilega sannleika. Þetta verður verra. Apríl og maí verða miklu verri.“

Sagði hann í samtali við NBC News.

Rúmlega 20.000 manns hafa nú greinst með smit í New York ríki, þar af 8.000 í New York borg. 157 eru látnir. Sýni eru tekin úr mjög mörgum og hafa rannsóknir sýnt að veiran breiðist hratt út. 13 prósent þeirra sem hafa greinst með smit þurfa á læknismeðferð að halda að sögn New York Times.

Donald Trump hefur nú sent þjóðvarðliða til starfa í New York. Aðalhlutverk þeirra er að flytja lyf og sjúkragögn og setja upp færanleg sjúkrahús. Þjóðvarðliðar hafa einnig verið kallaðir út í Kaliforníu og  Washington ríki en þar er ástandið einnig slæmt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu