fbpx
Laugardagur 06.júní 2020
Pressan

FBI segir öfgamenn ætla að reyna að smita lögreglumenn og gyðinga af COVID-19

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. mars 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudag í síðustu viku sendi bandaríska alríkslögreglan FBI viðvörun til lögregluyfirvalda í New York um að öfgasinnaðir kynþáttahatarar hvetji nú stuðningsmenn málstaðarins til að dreifa COVID-19 veirunni sem víðast, þó aðallega til lögreglumanna og gyðinga.

ABC News skýrir frá þessu. Samkvæmt frétt ABC eru öfgasinnar á borð við nýnasista og aðra sem trúa á yfirburði hvítra að hvetja stuðningsmenn sína til að nota úðabrúsa til að úða líkamsvökva á lögreglumenn sem eru að störfum á götum úti. Í viðvörun FBI kemur einnig fram að öfgasinnar séu hvattir til að gera það sama við gyðinga með því að fara á staði þar sem gyðingar safnast oft saman, til dæmis markaði, skrifstofur stjórnmálamanna og flokka, verslanir og staði þar sem þeir iðka trú sína.

Talsmenn FBI hafa ekki viljað tjá sig um viðvörunina.

Á mánudaginn sendu yfirvöld í New Jersey frá sér viðvörun um að hópar öfgasinna noti internetið til að afla nýrra félaga með því að höfða til ótta fólks vegna heimsfaraldurs COVDI-19. NBC skýrir frá þessu. Innlendir og erlendir hópar öfgasinna eru sagðir hafa hvatt stuðningsmenn sóina til að ráðast gegn minnihlutahópum og innflytjendum til að valda ringulreið í samfélaginu. Nýnasistar eru sagði nota heimsfaraldurinn til að styðja við kenningu sína um að með því að valda ringulreið sé „hægt að hraða nauðsynlegu hruni samfélagsins svo hægt verði að byggja kynþáttahreina þjóð upp í framhaldinu“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Bretar vilja veita þremur milljónum Hong Kong-búa ríkisborgararétt

Bretar vilja veita þremur milljónum Hong Kong-búa ríkisborgararétt
Pressan
Í gær

Dæmd í fangelsi – Eignaðist barn með 13 ára pilti

Dæmd í fangelsi – Eignaðist barn með 13 ára pilti
Fyrir 2 dögum

Fiskurinn hefur allstaðar verið að gefa sig

Fiskurinn hefur allstaðar verið að gefa sig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Niðurlægingin er algjör

Niðurlægingin er algjör
Fyrir 3 dögum

Lax slapp í Skugga

Lax slapp í Skugga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja skjöl sýna að Kínverjar hafi leynt mikilvægum upplýsingum um kórónuveiruna

Segja skjöl sýna að Kínverjar hafi leynt mikilvægum upplýsingum um kórónuveiruna