fbpx
Föstudagur 05.júní 2020
Pressan

Loka Al-Aqsa moskunni í Jerúsalem vegna COVID-19

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. mars 2020 08:01

Al-Aqsa moskan. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn síðan 1967 hefur Al-Aqsa moskunni og tengdum byggingum í Jerúsalem verið lokað fyrir almenningi. Lokunin gildir frá og með deginum í dag. Ástæðan er auðvitað COVID-19 faraldurinn.

Það var Waqf, múslimska stofnunin sem rekur moskuna, sem gaf út tilskipun um þetta að sögn Sheikh Omar al-Kisswani forstjóra moskunnar. Moskan er þriðji heilagasti staður múslima.

Nokkur hundruð manns mættu til bæna í byggingum tengdum moskunni á föstudaginn eftir að henni sjálfri hafði verið lokað af Waqf vegna COVID-19 faraldursins. Venjulega mæta um 30.000 manns til föstudagsbæna í moskunni.

Nú mega aðeins starfsmenn moskunnar biðja þar og það verða þeir að gera utan við hana. Það eru jórdönsk yfirvöld sem fara með stjórn moskunnar og þar með Waqf og tengdra bygginga. The Guardian skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Ólafur Hand sýknaður
Í gær

Gekk vel á Skagageiðinni

Gekk vel á Skagageiðinni
Í gær

Fiskurinn hefur allstaðar verið að gefa sig

Fiskurinn hefur allstaðar verið að gefa sig
Pressan
Í gær

Fundu tvo unglinga með bleiur í húsi þar sem húsráðandinn var látinn

Fundu tvo unglinga með bleiur í húsi þar sem húsráðandinn var látinn
Pressan
Í gær

Fingralangir apar – Stálu blóðprufum

Fingralangir apar – Stálu blóðprufum
Pressan
Fyrir 2 dögum

99% viss um að bóluefni gegn kórónuveirunni muni virka

99% viss um að bóluefni gegn kórónuveirunni muni virka
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lést skömmu fyrir brúðkaupið – Ljósmyndastofan er nú í miklum hremmingum

Lést skömmu fyrir brúðkaupið – Ljósmyndastofan er nú í miklum hremmingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stríðsástand í Bandaríkjunum – Handtökuskipanir á hendur lögreglumönnum – Ekki fyrir viðkvæma

Stríðsástand í Bandaríkjunum – Handtökuskipanir á hendur lögreglumönnum – Ekki fyrir viðkvæma
Fyrir 3 dögum

Veisla strax á fyrsta degi

Veisla strax á fyrsta degi
Pressan
Fyrir 3 dögum

WHO spáir að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið á árinu

WHO spáir að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið á árinu