fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Á leið í fangelsi fyrir að hafa selt tónleikamiða á uppsprengdu verði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 20:30

Ed Sheeran hélt tónleika á Laugardalsvelli síðastliðið sumar. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir miðasalar, sem græddu milljónir punda á því að selja tónleikamiða á uppsprengdu verði, hafa verið dæmdir til fangelsisvistar af breskum dómstól. Peter Hunter og David Smith keyptu tónleikamiða fyrir um það bil 4 milljónir punda og seldu þá fyrir 10,8 milljónir punda, þetta kom fram í réttarhöldum yfir þeim. Ed Sheeran og umboðsmaður hans komu að málinu en þeir komust að því að miðar á tónleika Ed Sheeran, sem áttu að kosta 75 pund voru til sölu fyrir 700 pund.

Peter Hunter og David Smith, sem eru hjón, nýttu sér meðal annars tölvuforrit til þess að kaupa mikið magn vinsælla tónleikamiða um leið og þeir fóru í sölu. Með því að nýta sér þessa tækni sluppu þeir við að vera sífellt að endurhlaða miðasölusíðurnar, tölvuforritið gerði allt fyrir þá á miklum hraða.

Þeir voru sakfelldir fyrir að hafa brotið reglur um endursölu miða og fyrir að hafa keypt mun fleiri miða en leyfilegt var. Þeir keyptu 1.000 miða á tónleika Ed Sheeran af opinberum sölusíðum og seldu þá svo fyrir mun hærri upphæð á öðrum sölusíðum.

Umboðsmaður Ed Sheeran, Stuart Camp, segist alltaf hafa vitað af því að verið væri að endurselja tónleikamiða á hærra verði, en miði sem selja átti á 7.000 pund hafi verið dropinn sem fyllti mælinn.

Til þess að koma í veg fyrir hamstur á miðum setti Stuart Camp þær reglur að hver viðskiptavinur gæti aðeins keypt fjóra miða á tónleika Ed Sheeran. Hann kom einnig í veg fyrir að hægt væri að nýta miða sem keyptir voru annarsstaðar en í opinberum sölusíðum.

Þetta skapaði vandamál fyrir Hunter og Smith. Þeir rökuðu samt inn seðlum á því að selja miða á tónleika annarra listamanna, til dæmis Coldplay, Taylor Swift, Queen og Depeche Mode. Þeir keyptu miðana á opinberum sölusíðum, t.d. Ticketmaster, See Tickets og AXS og seldu þá svo aftur á síðum eins og Viagogo, StubHUb, Getmein! og Seatwave.

Þetta mál var það fyrsta sinnar tegundar eftir að National Trading Standards eCrime byrjaði að rannsaka miðasölu á internetinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu