Hinn þriggja ára gamli Bobby Watson var ásamt fjölskyldunni sinni í Phuket, Tælandi. Sumitra Watson, móðir hans, sagði við lögregluna að Bobby hafi verið að hlaupa eftir bakkanum þegar hann rann og féll ofan í laugina. Sundlaugarverðir reyndu að bjarga drengnum en endurlífgunaraðferðir þeirra báru engan árangur. Metro greinir frá þessu.
Sjúkrabíll flutti Bobby á Thalang spítalann þar sem hann lést. „Foreldrar hans neituðu að trúa því að sonur þeirra væri virkilega farinn,“ sagði Yanpatr Malai, lögreglustjóri á svæðinu. „Starfsfólkið sagði að það hafi náð í drenginn af botni laugarinnar en þá var hann ekki með meðvitund. Endurlífgunaraðferðir þeirra báru engan árángur og drengurinn lést skömmu síðar á spítala.“
Blue Tree Water Park sendi frá sér yfirlýsingu vegna atviksins. Talsmenn sundlaugagarðsins segja að mikið hafi verið að gera þennan dag en þó hafi þeir gert allt sem í þeirra valdi stóð við að bjarga drengnum. „Foreldrar hans eru skiljanlega niðurbrotin og við munum halda áfram að bjóða fram allan okkar stuðning. Við erum öll harmi slegin.“