fbpx
Sunnudagur 05.apríl 2020
Pressan

Læknir segir að við séum á barmi heimsfaraldurs

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 24. febrúar 2020 12:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölgun tilfella kórónaveirunnar Covid-19 utan Kína veldur sérfræðingum talsverðum áhyggjum og hefur breska Independent eftir Paul Hunter, prófessor í læknisfræði við University of East Anglia, að við séum á barmi heimsfaraldurs.

Fimm dauðsföll af völdum veirunnar hafa verið staðfest á Ítalíu en þar hafa yfir 200 manns greinst. Fjögur ný tilfelli hafa verið staðfest í Bretlandi og þá hafa yfirvöld í Íran miklar áhyggjur af útbreiðslu veirunnar þar. Fullyrt hefur verið að 50 manns hafi látist af völdum veirunnar í borginni Qom. Írönsk yfirvöld segja að sú tala sé röng, 12 hafi látist og 66 smitast. Í morgun voru fyrstu tilfelli veirunnar staðfest í Írak, Kúveit og Barein.

Góðar fréttir bárust þó frá kínversku stórborgunum Peking og Sjanghæ í morgun en engin ný tilfelli veirunnar greindust í gær.

Hunter segir við Independent að þessi útbreiðsla geri það að verkum að líkurnar á heimsfaraldri séu mun meiri en þær voru fyrir helgi. Veiran dreifi sér nú hraðar en við ráðum við. Þó að nýjum tilfellum væri að fækka í Kína, þar sem útbreiðslan byrjaði, valdi tölur helgarinnar ákveðnum áhyggjum – þá sérstaklega á Ítalíu. Hann á von á því að útbreiðslan þar eigi eftir að aukast talsvert á næstu dögum.

Þá segir hann í samtali við breska blaðið Guardian að fjöldi tilfella í Íran valdi áhyggjum í Mið-Austurlöndum. Beinast áhyggjurnar af innviðum ríkja á þessu svæði og getu þeirra til að ráða við veiruna og útbreiðslu hennar. Yfirvöld í Pakistan brugðust skjótt við um helgina og lokuðu landamærunum að Íran. Þá hafa yfirvöld í Jórdaníu bannað ferðamönnum frá Kína, Íran og Suður-Kóreu að koma til landsins.

Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir við BBC að glugginn til að ná tökum á veirunni sé að lokast.

Robin Thompson, farsóttafræðingur við Oxford-háskóla, segir að tvöföldun hafi orðið í tilfellum á Ítalíu frá föstudegi til sunnudags. Mjög mikilvægt sé að fara að ráðum sérfræðinga til að hefta frekari útbreiðslu og setja sjúklinga strax í sóttkví þegar upp kemur grunur um smit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg hugmyndaauðgi fólks hvað varðar varnarbúnað gegn COVID-19

Ótrúleg hugmyndaauðgi fólks hvað varðar varnarbúnað gegn COVID-19
Pressan
Fyrir 2 dögum

Strangtrúaðir gyðingar harðneita að fara eftir fyrirmælum varðandi COVID-19

Strangtrúaðir gyðingar harðneita að fara eftir fyrirmælum varðandi COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hóstaði á lögreglumenn og grýtti snýtibréfi í þá við handtöku – Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Hóstaði á lögreglumenn og grýtti snýtibréfi í þá við handtöku – Úrskurðaður í gæsluvarðhald
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mýtur um COVID-19 – Hvað er rétt og hvað er rangt?

Mýtur um COVID-19 – Hvað er rétt og hvað er rangt?