Nordjyske skýrir frá þessu. Fram kemur að kennarinn hafi játað sök. Brotin stóðu yfir frá 2013 þar til í febrúar á síðasta ári þegar komst upp um hann.
Það voru tvær stúlkur sem uppgötvuðu að maðurinn hafði komið myndavél fyrir í tösku sem hann hafði komið fyrir í búningsklefa stúlkna. Myndavélin, sem líktist venjulegum kúlupenna, var tengd við minniskort þar sem upptökurnar voru geymdar.
18 dagar liðu frá því að stúlkurnar fundu myndavélina þar til lögreglan gat tengt hana við kennarann.