fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Fyrir 115.000 árum hækkaði sjávarborðið um þrjá metra vegna bráðnunar á Suðurskautinu – Getur gerst aftur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. febrúar 2020 08:00

Frá Suðurskautslandinu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef allur ísinn á Suðurskautinu myndi bráðna myndi yfirborð sjávar hækka um 57 metra. Sem betur fer er það ekki eitthvað sem er að fara að gerast á næstunni en vísindamenn hafa samt sem áður sífellt meiri áhyggjur af þeirri bráðnun sem nú á sér stað á Suðurskautinu. Niðurstöður rannsókna á undanförnum árum sýna að sífellt meiri ís bráðnar þar.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamann við University of New South Wales (UNSW) í Ástralíu sýna að hluti af ísnum á vesturhluta Suðurskautsins bráðnaði hugsanlega fyrir margt löngu og gæti verið að fara að bráðna aftur.

Um er að ræða bráðnum sem átti sér stað á síðustu milliísöld, sem nefnist Eem, en þá bráðnaði svo mikill ís í vesturhluta álfunnar að yfirborð heimshafanna hækkaði um rúmlega þrjá metra. En þar með er ekki sagan sögð því ísinn bráðnaði í upphafi Eem tímabilsins en þá hafði sjávarhiti hækkað um tæplega tvær gráður.

Chris Turney, aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir að þetta sýni hversu viðkvæmt Suðurskautið er fyrir hækkandi hita. Hann líkir þessu við þá þróun sem nú er og segir að hækkandi sjávarhiti og núverandi bráðnun íss á Suðurskautinu geti haft mikil áhrif.

Á Eem tímabilinu hækkaði yfirborð heimshafanna um 6 til 9 metra. Vísindamenn hjá UNSW telja að þrír metrar hafi verið tilkomnir vegna bráðnunar á Suðurskautinu, tveir metrar vegna bráðnunar Grænlandsjökuls og einn metri vegna bráðnunar annarra jökla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?