Mánudagur 30.mars 2020
Pressan

Sérfræðingar telja að einangrun skemmtiferðaskips hafi getað aukið smithættuna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 08:01

Diamond Princess. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á skemmtiferðaskipinu Diamond Princess hafa greinst um 450 tilfelli af kórónaveirusmitum og tveir hafa látist um borð af völdum veirunnar. Farþegar og áhöfn skipsins hafa verið í einangrun um hríð en sérfræðingar telja að það geti hafa gert illt verra og aukið smithættuna og fjölda smita. Hvergi, utan Kína, hafa greinst fleiri tilfelli af veirunni í þeim faraldri sem nú herjar á heiminn.

Clare Wenham, prófessor í alþjóðaheilbrigðismálum við London School of Economics, sagði í samtali við The Guardian að bandarískir farþegar skipsins hafi fengið að fara frá borði og út á flugvöll til að fljúga heim. Ef það hafi verið talið öruggt, af hverju hafi ekki allir aðrir um borð fengið að yfirgefa skipið og vera í einangrun á einhverjum öðrum stað. Þarna vísaði hún til þess að um 340 bandarískir ríkisborgarar fengu að yfirgefa skipið og fara til Bandaríkjanna þar sem þeir eru í einangrun.

Roojin Habibi, lögmaður sem sérhæfir sig í alþjóðaheilbrigðismálum, tók í sama streng. Hann sagði einangrunina vera rauntímatilraun sem hafi gert Diamond Princess að „potti þar sem vírussmit sjóða“.

Skipið kom til Yokohama í Japan þann 3. febrúar og hefur verið í einangrun síðan. Það virðist þó ekki hafa komið í veg fyrir að fólk um borð smitist. Ástæðan fyrir að skipið var sett í einangrun er að farþegi, sem fór frá borði í Hong Kong, greindist með smit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Föst í óttafangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

„11. september var ekkert í samanborið við þetta“

„11. september var ekkert í samanborið við þetta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bóluefni gegn COVID-19 gæti verið tilbúið í haust – Aðeins fyrir ákveðinn þjóðfélagshóp

Bóluefni gegn COVID-19 gæti verið tilbúið í haust – Aðeins fyrir ákveðinn þjóðfélagshóp
Fyrir 3 dögum

Gott að komast aðeins út að veiða

Gott að komast aðeins út að veiða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að 700.000 Ítalir geti verið smitaðir af COVID-19 – 5 ára fangelsi fyrir að brjóta gegn einangrun

Telja að 700.000 Ítalir geti verið smitaðir af COVID-19 – 5 ára fangelsi fyrir að brjóta gegn einangrun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prins Andrew hefur ráðið her lögmanna og almannatengla

Prins Andrew hefur ráðið her lögmanna og almannatengla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínversk yfirvöld segja að engin ný smit hafi greinst í Hubei – Er það kannski ekki rétt?

Kínversk yfirvöld segja að engin ný smit hafi greinst í Hubei – Er það kannski ekki rétt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hræðilegar niðurstöður hermilíkans – 65 milljónir látast af völdum heimsfaraldurs

Hræðilegar niðurstöður hermilíkans – 65 milljónir látast af völdum heimsfaraldurs
Pressan
Fyrir 5 dögum

NASA auglýsir eftir geimförum og þú átt væntanlega ekki séns

NASA auglýsir eftir geimförum og þú átt væntanlega ekki séns