Zeit Online skýrir frá þessu. Haft er eftir Jess Svane, úr Siumut flokknum, að loftslagsbreytingarnar eigi sinn þátt í að jökullinn bráðnar og samtímis valdi þær vatnsskorti annarsstaðar í heiminum.
Grænlendingar hafa því veitt 16 fyrirtækjum heimild til að vinna vatn á Grænlandi. Níu þeirra hafa nú þegar einnig fengið heimild til að flytja vatn úr landi. Það er fyrirtækjunum í sjálfsvald sett hvert þau selja vatnið.
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar, sem loftslagsráð SÞ birti í desember, hefur Grænlandsjökull glatað 3.800 milljörðum tonna af ís síðan 1992. Það hefur valdið því að yfirborð sjávar hefur hækkað um 10,6 mm. Rannsóknin sýnir einnig að bráðnunin hefur sjöfaldast á undanförnum þremur áratugum.
Samkvæmt upplýsingum frá SÞ búa rúmlega tveir milljarðar manna við vatnsskort.