fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Pressan

Fötluð kona er komin með upp í kok af Iceland

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 14. febrúar 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fötluð kona segist vera komin með upp í kok af heimsendingarþjónustunni hjá versluninni Iceland. Ástæðan fyrir því er sú að hún hefur átt erfitt með að fá vörurnar sem hún kaupir alveg heim að dyrum.

Melanie Lugini heitir konan og vegna fötlunar getur hún ekki farið sjálf út að versla í matinn. Melanie býr í Bretlandi og hefur verslað við Iceland þar í landi í mörg ár og nýtt sér heimsendingarþjónustuna þeirra. Hún flutti nýverið frá Sheffield til Leicester en í nýja húsinu er skortur á bílastæðum. Það hefur orðið til þess að sendlarnir hafa ekki komið með vörurnar upp að dyrum þar sem þeir finna ekki stæði.

Melanie sendi kvörtun til Iceland vegna þessa. „Þeir hafa neitað að koma með vörurnar upp að dyrum svo ég kvartaði,“ sagði Melanie í samtali við LeicestershireLive. „Síðan þá hafa sendlarnir verið ókurteisir og óvægnir svo ég sendi aðra kvörtun. Síðasti sendillinn sem kom hingað sagði að hann vildi ekki koma með vörurnar til mín því hann vildi ekki eiga á hættu að fá sekt fyrir að leggja ólöglega. Þegar hann kom síðan með vörurnar sagði hann að ef hann fengi sekt þá þyrfti ég að borga fyrir hana.“

Þá sagði sendillinn við Melanie að ef hann þyrfti að koma aftur með sendingu til hennar þá þyrfti hún að fara út og sækja vörurnar, annars fengi hún þær ekki. Eftir síðustu kvörtun hennar var henni sagt að verslunarstjórinn myndi hafa samband við hana til að ræða um málið. Nú hefur þó vika liðið síðan þá og enginn hefur haft samband.

Talsmaður Iceland segist harma það að upplifun Melaine sé þessi. „Við munnum finna lausn á þessu á næstunni,“ sagði talsmaðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Í gær

Risableikja úr Svínavatni

Risableikja úr Svínavatni
Pressan
Í gær

Ný skýrsla – Mesta hryðjuverkaógnin gegn Bandaríkjunum er frá öfgahægrimönnum

Ný skýrsla – Mesta hryðjuverkaógnin gegn Bandaríkjunum er frá öfgahægrimönnum
Pressan
Í gær

Boris Johnson lofar Bretum miklum opinberum fjárfestingum

Boris Johnson lofar Bretum miklum opinberum fjárfestingum
Pressan
Í gær

Sparsamir Danir – Eiga tæplega billjón krónur í bönkum landsins

Sparsamir Danir – Eiga tæplega billjón krónur í bönkum landsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglumenn reknir – „Við skulum bara fara út og slátra þeim“

Lögreglumenn reknir – „Við skulum bara fara út og slátra þeim“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Erik segir kvenkyns tölvuleikjaspilurum að kenna að limur hans er „ónýtur“

Erik segir kvenkyns tölvuleikjaspilurum að kenna að limur hans er „ónýtur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Taílendingar stokka ferðamannaiðnaðinn upp – Hætta fjöldaferðamennsku

Taílendingar stokka ferðamannaiðnaðinn upp – Hætta fjöldaferðamennsku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spænskir vísindamenn telja sig hafa fundið kórónuveiruna í skólpi frá mars 2019

Spænskir vísindamenn telja sig hafa fundið kórónuveiruna í skólpi frá mars 2019