Mánudagur 24.febrúar 2020
Pressan

Metnaðarfullt rannsóknarverkefni – Geimfar á að rannsaka sólina í allt að 500 gráðu hita

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 22:00

Solar Orbiter er á leið til sólarinnar. Mynd:ESA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn var geimfarinu „Solar Orbiter“ skotið á loft frá Canaveralhöfða í Flórída í Bandaríkjunum. Geimfarið, sem er 1,8 tonn, á að rannsaka sólina næstu árin. Um samstarfsverkefni Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA og Evrópsku geimferðastofnunarinnar ESA er að ræða.

Geimfarið kemst á braut um sólina eftir tvö ár og verður á þeirri braut í að minnsta kosti sjö ár. Vonast er til að hægt verði að afla nýrra upplýsinga um gufuhvolf sólarinnar, vinda og segulsvið. Einnig verða pólar sólarinnar ljósmyndaðir í mikilli upplausn í fyrsta sinn en það er ekki hægt að gera með sjónaukum hér á jörðu niðri.

Geimfarið fer framhjá Venus og Merkúr áður en það nær hámarkshraða sínum, 245.000 km/klst, og fer á braut um sólina í um 42 milljón kílómetra fjarlægð frá henni. Þegar geimfarið fer næst sólinn verður það í um 500 gráðu hita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést af völdum megrunarpilla – Innihéldu efni sem var notað í sprengjur í síðari heimsstyrjöldinni

Lést af völdum megrunarpilla – Innihéldu efni sem var notað í sprengjur í síðari heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa fundið áður óþekkta tegund manna – „Draugafólk“

Telja sig hafa fundið áður óþekkta tegund manna – „Draugafólk“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn í Ástralíu: „Skrímsli“ sem hugsaði ekki um neitt nema sjálfan sig

Harmleikurinn í Ástralíu: „Skrímsli“ sem hugsaði ekki um neitt nema sjálfan sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þekktur rappari skotinn til bana: Kom Facebook-færslan upp um hann?

Þekktur rappari skotinn til bana: Kom Facebook-færslan upp um hann?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átta skotnir til bana í Hanau í Þýskalandi – Árásarmaðurinn er látinn

Átta skotnir til bana í Hanau í Þýskalandi – Árásarmaðurinn er látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Söguleg tíðindi – Aldrei fyrr hefur hitinn mælst yfir 20 gráður á Suðurskautinu

Söguleg tíðindi – Aldrei fyrr hefur hitinn mælst yfir 20 gráður á Suðurskautinu