fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Ný Stjörnustríðsmynd verður frumsýnd 2023

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. desember 2020 08:17

Harrison Ford með leiserbyssu í Star Wars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Walt Disney samsteypan tilkynnti í gær að ný Stjörnustríðsmynd verði frumsýnd um jólin 2023 ef allt gengur upp. Myndin hefur fengið titilinn Rogue Squadron og það er bandaríski leikstjórinn Patty Jenkins sem mun leikstýra henni. Hún er ekki nýgræðingur í leikstjórn og leikstýrði meðal annars Wonder Woman.

Samkvæmt frétt Indiewire þá kemur fram í tilkynningu frá Lucasfilm, sem er í eigu Disney, að í nýju myndinni verði kynnt til sögunnar ný kynslóð flugmanna orustugeimfara og að hinir frægu Jediar muni ekki koma við sögu.

En nýja myndin var ekki eina trompið sem Disney spilaði út í gær. Á fundi með fjárfestum var einnig kynnt að fyrirhugað sé að bæta enn við bæði Marvel- og Stjörnustríðsheimana á efnisveitunni Disney+.

Á næstu árum verða tíu nýjar þáttaraðir sýndar í Stjörnustríðsflokknum og það sama á við um Marvel. Þar á meðal verða tvær hliðarseríur af The Mandalorian. Einnig mun Disney taka 15 Disney- og Pixarmyndir til sýninga á Disney+ auk 15 þáttaraða.

Disney+ er nú með 87 milljónir áskrifenda og hefur fyrirtækið næstum náð því markmiði sem það setti sér um fjölda áskrifenda 2024.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið