fbpx
Miðvikudagur 20.janúar 2021
Pressan

Fangi myrti barnaníðing í fangelsinu – „Fullkomið réttlæti“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. nóvember 2020 22:30

Richard Huckle.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Fitzgerald, 30 ára, var á mánudaginn fundinn sekur um að hafa myrt Richard Huckle, 33 ára, í Full Sutton fangelsinu í Yorkshire á Englandi á síðasta ári. Huckle er talinn meðal skelfilegustu barnaníðinga Bretlands en hann afplánaði 22 lífstíðardóma fyrir brot gegn allt að 200 börnum.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að Fitzgerald hafi sagt að hann hafi viljað að Huckle myndi finna fyrir því sama og fórnarlömb hans. Saksóknari sagði að morðinu hefði verið ætlað að „niðurlægja og gera lítið“ úr Huckle. Hann var kyrktur með rafleiðslu í klefa sínum og penna var stungið inn í heila hans.

Huckle komst í tæri við börn í fátækum hverfum í Malasíu í krafti menntunar sinnar sem enskukennari. Þar nauðgaði hann börnum, allt niður í kornabörn.

Fyrir dómi sagði saksóknari að Fitzgerald hafi sagt að morðið á Huckle hafi verið „fullkomið réttlæti“ því hann hafi verið einn skelfilegasti barnaníðingur Bretlands. Saksóknarinn hafði eftir Fitzgerald að Huckle hafi verið maður sem nauðgað og misnotaði börn sér til skemmtunar og að hann gruni að Huckle hafi gert meira en að nauðga fórnarlömbum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjöunda hlýjasta ár sögunnar á Nýja-Sjálandi

Sjöunda hlýjasta ár sögunnar á Nýja-Sjálandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandarísk stjórnvöld opinbera allar upplýsingar um fljúgandi furðuhluti

Bandarísk stjórnvöld opinbera allar upplýsingar um fljúgandi furðuhluti