fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
Pressan

Þetta mun bóluefnið gegn kórónuveirunni kosta

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 06:52

Bóluefni frá Pfizer. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir bíða í eftirvæntingu eftir bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, en nú virðist ekki vera svo langt í að byrjað verði að bólusetja gegn veirunni. En hvað mun bóluefnið kosta í innkaupum? Það er eflaust eitthvað sem marga langar að vita þótt við þurfum ekki að hafa áhyggjur af að draga upp veskið þegar við mætum í bólusetningu þar sem hún verður ókeypis hér á landi eftir því sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði á Alþingi í byrjun mánaðarins.

Í samtali við Welt am Sonntag í gær sagði Stéphane Bancel, forstjóri bandaríska líftæknifyrirtækisins Moderna, að einn skammtur af bóluefni fyrirtækisins muni kosta á milli 25 og 37 dollara en það svarar til 3.400 til 5.000 íslenskra króna á gengi dagsins í dag.

„Bóluefnið okkar mun kosta nokkurn veginn það sama sem bóluefni gegn inflúensu, sem kosta 10 til 50 dollara,“ sagði hann.

Moderna, ásamt Pfizer, hefur náð einna lengst í þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni en bæði fyrirtækin hafa nú sótt um neyðarleyfi fyrir notkun þeirra. Bæði fyrirtækin segja að bóluefni þeirra veiti 95% vernd gegn veirunni en það þýðir að það virkar á 95% þeirra sem fá bóluefnið.

ESB hefur gert nokkra samninga um kaup á bóluefnum og fær Ísland aðgang að bóluefnum í gegnum þessa samninga. Sambandið hefur þó ekki enn náð samningum við Moderna en samningaviðræður standa nú yfir og sagði Bancel að enn væri ekki búið að skrifa undir samning við ESB en aðilar væru nærri því að ná samningum og líklega verði skrifað undir samning innan fárra daga.

Embættismaður hjá ESB, sem tekur þátt í samningaviðræðunum, sagði í síðustu viku að ESB stefni á að ná samningum þar sem kaupverðið er undir 25 dollurum á skammt. Ursula von der Leyen, formaður framkvæmdastjórnar ESB, sagði í síðustu viku að ef allt fer eins og vænst er geti lyfjaeftirlitsstofnun ESB samþykkt bóluefnin frá Pfizer og Moderna til notkunar fyrir lok ársins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tjáði sig um árásina á þinghúsið – „Ég held að fólki bregði“

Tjáði sig um árásina á þinghúsið – „Ég held að fólki bregði“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Górillur í bandarískum dýragarði smitaðar af kórónuveirunni

Górillur í bandarískum dýragarði smitaðar af kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ógnvekjandi þróun mála í Bandaríkjunum – Þingmönnum kynnt hversu alvarleg staðan er

Ógnvekjandi þróun mála í Bandaríkjunum – Þingmönnum kynnt hversu alvarleg staðan er
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kim Jong-un skiptir um titil – Ekki lengur formaður heldur aðalritari

Kim Jong-un skiptir um titil – Ekki lengur formaður heldur aðalritari
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bóluefnið frá Moderna veitir ónæmi í eitt ár hið minnsta

Bóluefnið frá Moderna veitir ónæmi í eitt ár hið minnsta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump sagður játa að hann beri ábyrgð að hluta á árásinni á þinghúsið

Trump sagður játa að hann beri ábyrgð að hluta á árásinni á þinghúsið