fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Sameinuðu arabísku furstadæmin slaka á íslömskum lögum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. nóvember 2020 14:14

Dúbaí er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum  hafa bundið enda á mildar refsingar við svokölluðum „heiðursmorðum“, afnumið bann við því að ógift fólk búi saman og afnumið refsingar við sölu og neyslu áfengis. Þetta er hluti af endurbótum á lögum er varða einstaklingsfrelsi.

Eftir breytingarnar geta útlendingar, búsettir í landinu, stuðst við lög heimaríkja sinna hvað varðar hjónaskilnaði og erfðamál í stað þess að styðjast við lög furstadæmisins sem byggjast á íslömskum lögum.

The Guardian skýrir frá þessu. Mikill fjöldi innflytjenda býr í landinu en þar eru 9 innflytjendur á móti hverjum 1 innfæddum. Landið hefur lengi markaðssett sig sem alþjóðlegt og nútímalegt land þar sem kaupsýslumenn og ferðamenn séu velkomnir. Ströngum lögum landsins hefur ekki alltaf verið framfylgt. En þegar þeim hefur verið framfylgt hefur það oft fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun erlendis og hún hefur oft haft mjög neikvæð áhrif á orðspor landsins. Meðal mála sem hafa hlotið mikla umfjöllun erlendis er að kona ein var sett í fangelsi fyrir að kæra nauðgun.

Dómarar hafa fram að þessu mátt beita vægum refsingum í svokölluðum heiðursmorðsmálum þar sem konur hafa verið myrtar eða á þær ráðist af ættingjum vegna hugmynda um hegðun þeirra hafi varpað skugga á orðspor fjölskyldna þeirra eða valdið „heiðri“ þeirra álitshnekki. Nú verður breyting á þessu og refsingar verða þyngdar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Pressan
Í gær

Microsoft segir að gervigreind sé betri en læknar við að greina flókinn heilsufarsvanda

Microsoft segir að gervigreind sé betri en læknar við að greina flókinn heilsufarsvanda
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég ætla ekki að deyja hér“: Missti útlimi í skelfilegu slysi í túbunni í London – Sögð hafa valdið slysinu með eigin gáleysi

„Ég ætla ekki að deyja hér“: Missti útlimi í skelfilegu slysi í túbunni í London – Sögð hafa valdið slysinu með eigin gáleysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann