fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Var að undirbúa fríið þegar hún fékk hræðilegar fréttir – „Þetta er versta tegund svika“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. október 2020 05:22

Theresa Michaels með börnum sínum. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júní var Theresa Michaels, þriggja barna móðir í Arizona, á fullu að undirbúa fjölskyldufríið sem átti að vera í Kaliforníu. Í miðjum undirbúningnum knúði lögreglan dyra til að ræða alvarlegt mál við hana.

Lögreglumennirnir voru komnir til að segja henni að eiginmaður hennar, Dallas Michaels, hafi verið búinn að undirbúa að myrða hana til að fá líftryggingu hennar greidda. Theresa ræddi málið nýlega við KMOV4 en málið hefur að vonum haft mikil áhrif á sálarlíf hennar og fjárhagsstöðu.

„Mér brá rosalega. Þetta er versta tegund svika,“

sagði hún.

Lögreglan í Mesa segir að kona nokkur hafi haft samband við hana 12. júní til að skýra frá að Dallas hefði í hyggju að myrða eiginkonu sína. Konan, sem nýtur nafnleyndar, sagðist hafa rætt við hann mörgum sinnum síðustu sex mánuði um þetta. Hún sagði að Dallas hefði í hyggju að setja fentanýl út í drykk Theresa og síðan fá líftryggingu hennar greidda út.

Dallas Michaels. Mynd:Lögreglan

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lögreglan hleraði símtal Dallas og konunnar þar sem hann er sagður hafa sagt henni að hann myndi fara í frí með fjölskylduna og „gera þetta“. Hann ætlaði að kaupa fentanýl af konunni en var handtekinn áður en hann komst svo langt í áætlun sinni.

„Hann játaði að hafa rætt við konuna um að myrða eiginkonu sína en staðhæfði að hann hefði meiri áhuga á að taka eigið líf,“

segir í tilkynningu frá lögreglunni í Mesa.

Dallas hefur verið ákærður fyrir morðsamsæri og að hafa haft í hyggju að kaupa fíkniefni. Lögreglan telur að hann hafi lengi átt í ástarsambandi við aðra konu og hafi verið trúlofaður henni. Hún hafði enga hugmynd um að hann væri kvæntur. Þegar lögreglan sagði Theresa frá fyrirætlunum eiginmanns hennar brá henni mikið:

„Ég fylltist viðbjóði, mig verkjaði í magann,“

sagði hún þegar hún lýsti tilfinningum sínum.

Handtakan hefur haft mikil fjárhagsleg áhrif á hana því Dallas hafði logið að henni varðandi fjármálin. Hún hefur nú farið fram á að vera gerð gjaldþrota og hús hennar verður sett á uppboð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?