fbpx
Fimmtudagur 21.janúar 2021
Pressan

Gríðarlegur taprekstur flugfélaga – Sex milljarðar á dag

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. október 2020 10:15

Vél frá American Airlines.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki auðvelt að reka flugfélag þessa dagana í miðjum heimsfaraldri kórónuveirunnar og það sýna afkomutölur flugfélaganna vel. American Airlines, Britisth Airways og Lufthansa hafa öll kynnt gríðarlegt tap að undanförnu vegna heimsfaraldursins.

American Airlines tapaði sem nemur sex milljörðum íslenskra króna daglega á þriðja ársfjórðungi. Þetta er þó betri niðurstaða en á öðrum ársfjórðungi þegar tapið var sem nemur tæpum 12 milljörðum íslenskra króna á dag. Í dollurum talið var tap félagsins á þriðja ársfjórðungi 2,4 milljarðar. Veltan var 3,17 milljarðar miðað við 11,91 milljarð á sama tíma í fyrra.

British Airways tapaði 1,54 milljörðum dollara á þriðja ársfjórðungi. Lufthansa tilkynnti einnig nýlega um mikið tap. Öll flugfélögin, og fleiri til, hafa tilkynnt um mikinn niðurskurð í áætlunarflugi sínu í vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þjóðverjar framlengja harðar sóttvarnaaðgerðir og herða enn frekar

Þjóðverjar framlengja harðar sóttvarnaaðgerðir og herða enn frekar
Pressan
Í gær

Snarráði þjónninn hylltur af lögreglunni – Greip inn í skelfilega atburðarás

Snarráði þjónninn hylltur af lögreglunni – Greip inn í skelfilega atburðarás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Twitter lokar á nýkjörna þingkonu – Hyllti Qanon

Twitter lokar á nýkjörna þingkonu – Hyllti Qanon
Pressan
Fyrir 2 dögum

35 ára kennari ákærð fyrir kynferðisbrot gegn nemanda sínum – „Hún bað hann um að hitta sig utan skóla“

35 ára kennari ákærð fyrir kynferðisbrot gegn nemanda sínum – „Hún bað hann um að hitta sig utan skóla“