fbpx
Mánudagur 23.nóvember 2020
Pressan

Báru kennsl á líkið eftir 35 ár – Beltissylgja var lykillinn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. október 2020 05:40

Willian Ernest Thompson. Mynd:Escambia County Sheriff‘s Office

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 23. janúar 1985 fannst karlmannslík í Pensacola í Flórída. Ekki tókst að bera kennsl á líkið þá og raunar tókst það ekki fyrr en nýlega. Það var beltissylgja, sem var á belti sem var á líkinu, sem varð til að leysa málið því ættingi hins látna bar kennsl á hana.

Maðurinn hét William Ernest Thompson og væri 85 ára ef hann væri enn á lífi. Það var ættingi hans sem hjálpaði lögreglunni að bera kennsl á líkið en sá hafði lesið um málið á heimasíðu lögreglunnar fyrir tveimur árum að því er segir í tilkynningu frá Escambia County Sheriff‘s Office. CNN skýrir frá þessu.

Fram kemur að Thompson hafi síðast rætt við móður sína tæpum tveimur árum áður en lík hans fannst.

Ættingi hans sá að lögreglan lýsti beltissylgju Thompson með þeim orðum að á hana hafi verið grafið „W.T“. Hann fór þá að gruna að þetta gæti verið beltissylgja Thompson og það styrkti grun hans um það að síðast var vitað um ferðir hans í Pensacola, nærri þeim stað þar sem líkið fannst. Niðurstaða DNA-rannsóknar staðfesti að líkið var af Thompson.

Lögreglan segir að málið sé enn eitt dæmið um að leitinni að réttlæti ljúki aldrei en vitað er að Thompson var myrtur. Chip Simmons, talsmaður lögreglunnar, sagði að það að vita nú deili á Thompson færi lögregluna einu skrefi nær því að leysa málið og veiti fjölskyldu hans vonandi frið. Ekki er vitað hvenær Thompson lést eða hversu gamall hann var þá en lögreglan telur að hann hafi verið myrtur allt frá nokkrum árum áður en lík hans fannst þar til 18 mánuðum áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 90.000 karlar saka bandaríska skátaforingja um kynferðislegt ofbeldi

Rúmlega 90.000 karlar saka bandaríska skátaforingja um kynferðislegt ofbeldi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er konan á bak við sigur Biden í Georgíu – Næst er það baráttan um öldungadeildina

Þetta er konan á bak við sigur Biden í Georgíu – Næst er það baráttan um öldungadeildina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hörð gagnrýni á „The Crown“ – Segir að þættirnir stefni konungdæminu í hættu

Hörð gagnrýni á „The Crown“ – Segir að þættirnir stefni konungdæminu í hættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Æskuvinkona Ivanka Trump – „Ég hef þagað fram að þessu“

Æskuvinkona Ivanka Trump – „Ég hef þagað fram að þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Herða sóttvarnaaðgerðir í Bandaríkjunum – Þakkargjörðarhátíðin í hættu

Herða sóttvarnaaðgerðir í Bandaríkjunum – Þakkargjörðarhátíðin í hættu
Pressan
Fyrir 4 dögum

ESB hefur samið um kaup á 225 milljónum skammta af bóluefni til viðbótar

ESB hefur samið um kaup á 225 milljónum skammta af bóluefni til viðbótar