fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Pressan

Fyrsta myndin af Belgíukonungi og hálfsystur hans

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. október 2020 07:55

Fyrsta myndin af systkinunum. Mynd: Instagram/Belgíska hirðin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndin, sem prýðir þessa frétt, er fyrsta myndin sem var tekin af Philippe Belgíukonungi og hálfsystur hans Delphine de Saxe-Cobourg saman. Myndin var tekin á fimmtudag í síðustu viku þegar systkinin hittust í fyrsta sinn.

Sérfræðingar telja að myndbirtingin sé liður í áætlun belgísku hirðarinnar til að reyna að draga úr því tjóni sem mál Delphine hefur valdið konungsfjölskyldunni. Hirðin hafi sætt sig við að ekki sé hægt að gera meira í málinu annað en að sætta sig við niðurstöðuna og reyna að vinna úr því í framhaldinu.

Mál Delphine de Saxe-Cobourg, sem hét áður Boël, hefur lengi verið í kastljósi fjölmiðla enda sérstakt mál fyrir evrópska konungsfjölskyldu. Fyrir 15 árum sagði Delphine að hún væri sannfærð um að Albert, þáverandi Belgíukonungur, væri faðir hennar. Móðir hennar, Sybille de Selys Longchamps, sagðist hafa átt í ástarsambandi við hann á árunum 1966 til 1984.

Fyrsta myndin sem tekin var af þeim saman. Mynd:Instagram/Belgíska konungshirðin

Albert konungur, sem er nú 86 ára, vísaði þessu á bug. Dómstóll í Brussel fyrirskipaði honum síðar að láta lífsýni í té svo hægt væri að sannreyna hvort hann væri faðir Delphine. Dagsektir, upp á sem nemur sem svarar til um 814.000 íslenskra króna, voru lagðar á hann fyrir hvern dag sem hann léti hjá líða að láta sýnið í té.

Sýnið sýndi að hann er faðir Delphine. Í kjölfarið játaði Albert að hafa átt í ástarsambandi við móður hennar.

Í kjölfarið krafðist Delphine þess að fá prinsessutitil og að vera ávörpuð ”konunglega hátign”. Þetta fékk hún í gegn fyrir dómi þann 1. október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kínverjar senda geimfar til tunglsins til að sækja jarðvegssýni

Kínverjar senda geimfar til tunglsins til að sækja jarðvegssýni
Pressan
Í gær

Flugfélagið ætlar að krefjast þess að farþegar séu bólusettir gegn kórónuveirunni

Flugfélagið ætlar að krefjast þess að farþegar séu bólusettir gegn kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nafn hennar vekur athygli – „Hvernig finnst þér að eyðileggja heiminn?“

Nafn hennar vekur athygli – „Hvernig finnst þér að eyðileggja heiminn?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segist hafa gefið grænt ljós á undirbúning valdaskipta

Trump segist hafa gefið grænt ljós á undirbúning valdaskipta