fbpx
Miðvikudagur 28.september 2022
Pressan

Grunar að Trump hafi farið á svig við lög og hafi stundað kerfisbundin skattsvik

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. október 2020 06:45

Hefur hann stundað kerfisbundin skattsvik?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marga bandaríska skattasérfræðinga grunar að Donald Trump, forseti, hafi komið upp kerfi til að stunda skattsvik. Þessi skattsvik gangi út á að notfæra sér ýmsa frádráttarliði og að Trump-fjölskyldan hafi tekið þátt í þessu. Þessi grunur vaknaði eftir afhjúpanir New York Times á skattamálum forsetans.

NPR útvarpsstöðin skýrir frá þessu. Fram kemur að 2017 hafi Trump greitt 740.000 dollara fyrir ráðgjöf í tengslum við hótelkaup. Hann skýrði ekki frá hvaða fyrirtæki hefði annast þessa ráðgjöf. Þessa upphæð dró hann frá skatti. En svo vill til að elsta dóttir hans, Ivanka, fékk þetta sama ár greidda 740.000 dollara sem hún taldi fram. NPR segir að hægt sé að rekja slóð greiðslunnar frá Trump til dóttur hans í gegnum fyrirtækið TT Consulting L.L.C. en hún skráði það á skattframtal sitt. Eftir því sem Ivanka segir þá sérhæfir fyrirtækið sig í stjórnun og fasteignaverkefnum. Tekjur Ivanka 2017 voru um 56 milljónir dollara.

Samkvæmt umfjöllun New York Times þá greiddi Trump milljónir dollara fyrir ráðgjöf á árunum 2010 til 2018 samkvæmt skattframtölum hans. Þessar greiðslur nýtti hann til frádráttar á móti tekjum sínum.

NPR segir að nú sé verið að rannsaka hvort hluti af þessum greiðslum, eða allar, hafi einfaldlega verið tilfærsla á peningum á milli meðlima fjölskyldunnar. Trump hefur að sjálfsögðu tjáð sig um þetta á Twitter og sagt þetta vera falsfréttir og heldur því fram að frádráttur vegna ráðgjafastarfa sé 100% löglegur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Óbeinar reykingar og óbeinar, óbeinar, reykingar

Óbeinar reykingar og óbeinar, óbeinar, reykingar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bestu aðferðina til að svæfa grátandi börn

Fundu bestu aðferðina til að svæfa grátandi börn