fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Við björgun fótboltaliðsins úr hellinum í Taílandi gerðu kafararnir uppgötvun sem breytti öllu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. janúar 2020 06:00

Frá björgunaraðgerðunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og mörgum er eflaust í fersku minni hurfu 12 strákar, á aldrinum 11 til 16 ára, og fótboltaþjálfarinn þeirra á dularfullan hátt í Taílandi þann 23. júní 2018. Eftir níu daga leit fundust þeir innilokaðir í helli. Mikið hafði rignt og því flæddi inn í hellinn og lokaðist hópurinn því inni. Finnski kafarinn Mikko Paasi tók þátt í hinni dramatísku björgun þeirra. Þar var um kapphlaup við náttúruöflin og klukkuna að ræða. Tveir létust í aðgerðinni. En það sem er á fárra vitorði er að við björgunarstörfin gerðu kafarar óvænta uppgötvun sem breytti öllu um björgunaraðgerðina.

Þetta sagði Paasi í sænsk/norska spjallþættinum Skavlan sem var sýndur á laugardagskvöldið.

Eftir að hópurinn fannst 2,7 kílómetra inni í Tham Luang hellinum streymdu björgunarmenn allsstaðar að úr heiminum á staðinn, þar á meðal kafarinn Mikko Paasi.

„Þegar ég kom var regntíminn að byrja og mikið hafði rignt. Hellirinn var á floti.“

Sagði Paasi og bætti við að algjör ringulreið hafi ríkt utan við hellinn. Fólk hafi hlaupið stefnulaust fram og aftur og engu hafi verið komið í verk. Þetta hafi verið eins og mauraþúfa án drottningar.

Strákarnir.

Allir vissu að staðan var grafalvarleg og það varð enn ljósara þegar þaulreyndur kafari og fyrrum hermaður lést við björgunarstörf. Hellakerfið, sem samanstendur af þröngum göngum og litlum hellum og skotum, var dimmt og blautt. Strákarnir voru lokaðir inni í helli  sem er kallaður Pattaya ströndin, þar er lítill sandblettur og af honum er nafnið dregið.

Óvænt uppgötvun

Aðstæðurnar í hellinum voru gríðarlega erfiðar og auk þess ógnaði náttúran strákunum og björgunarmönnunum með gríðarlegum kröftum sínum.

„Við urðum að berjast við tímann. Monsúnrigningarnar áttu að byrja eftir einn til tvo daga og við vissum að við yrðum að ná öllum út áður. Þegar hellirinn fyllist fyrir alvöru af vatni hefur fólk ekkert að gera þarna niðri.“

Sagði Passi sem er „sidemount“ kafari en það þýðir að hann kafar með súrefnistankana undir handleggjunum og á hliðum líkamans en ekki á bakinu eins og venja er. Þetta form köfunar var afgerandi fyrir möguleikana á að komast í gegnum þröngt hellakerfið.

Björgunaraðgerðir í gangi.

Á einum fyrsta degi aðgerðanna gerðu kafarar óvænta uppgötvun í öðrum kima hellisins, rými sem var kallað númer þrjú, en hann var einnig á kafi í vatni.

„Fyrir algjöra tilviljun fundust fjórir fullorðnir menn þar, sem höfðu verið skildir eftir í hellinum, eftir ferð þangað inn. Enginn vissi að þeir voru þar.“

Sagði Passi. Mennirnir höfðu verið innilokaðir í 24 klukkustundir og það varð að bjarga þeim úr rými þrjú og flytja í rými tvö. Það fól í sér 15 metra köfun.

„Þrír af mönnunum fjórum panikkuðu algjörlega og þetta voru bara 15 metrar. Þetta breytti öllu. Við urðum að flytja strákana rúmlega 2 kílómetra, heldurðu að þeir myndu panikka? Við urðum að gera eitthvað í því.“

Það var því ákveðið að ósyntu strákarnir skyldu fá deyfilyf og vera settir á börur í poka þegar flytja átti þá út.

Unnið að björgun strákanna.

Að lokum stóðu björgunarmenn frammi fyrir tveimur valkostum. Annarsvegar var hægt að flytja strákana í rými númer níu og bíða þar þar til monsúntímabilinu lyki en það varði í sex mánuði þetta ári. Hinsvegar var hægt að reyna að bjarga þeim út en það fól í sér mikla áhættu fyrir strákana og björgunarmenn að mati Passi sem sagði að um tvo slæma valkosti hafi verið að ræða.

„Ef þú spyrð mig var annaðhvort um hægan dauða að ræða eða að reyna að bjarga sumum þeirra.“

En til allrar hamingju tókst að bjarga öllum strákunum og þjálfaranum þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?