fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
Pressan

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 07:02

Mikhail Misjustin. Mynd:Wikipedia.org

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, kom flestum á óvart í síðustu viku þegar hann losaði sig við trygga og trúa hægri hönd sína, Dmitrij Medvedev forsætisráðherra, og setti nýjan og nær óþekktan mann í embættið. Það er hinn 53 ára Mikhail Misjustin. Rússneska þingið samþykkti hann strax sem forsætisráðherra enda ræður Pútín för og ólíklegt að þingið setji sig upp á móti honum. En athygli stjórnarandstöðunnar og fjölmiðla beindist næstum strax að eiginkonu Misjustin frekar en honum sjálfum.

Hún heitir Vladlena og hefur á undanförnum árum auðgast gríðarlega þrátt fyrir að vera ekki skráður eigandi neins fyrirtækis og enginn virðist vita hvað hún starfar við. Samkvæmt skjölum sem stjórnarandstæðingurinn Aleksej Navalnij hefur birt þá hagnaðist Vladelna um tæplega 800 milljónir rúbla á síðustu níu árum. Það svarar til um 1,6 milljarða íslenskra króna. Navalnij, sem er einn harðasti gagnrýnandi Pútíns, telur að hér leggi spillingarfnyk yfir. Hann telur að auður Vladlena sé kominn frá óskráðum tekjum sem eiginmaður hennar hafi komist yfir en hann var yfirmaður rússneska skattsins.

Aðferðin er vel þekkt í Rússlandi en þar eru ótal dæmi um að embættismenn geymi peninga, sem þeir komast yfir á ólöglegan hátt, á bankareikningum náinna ættingja.

„Misjustin verður að útskýra fyrir fólki, sem hefur unnið áratugum saman og þénar kannski hálfa milljón rúbla á ári ef það er heppið, hvernig konan hans þénaði 320 sinnum meira. Hvað veit hún? Vinnur hún? Fjárfestir hún? Ef svo, hvar?“

Hefur Navalnij meðal annars sagt.

„Það liggur í augum uppi að ef einhver þénar tæplega hálfan milljarð rúbla með heiðarlegum hætti þá ætti að vera auðvelt að finna sannanir fyrir því.“

Lét hann einnig hafa eftir sér.

Litlar opinberar upplýsingar liggja fyrir um hjónin og auð þeirra. Á alþjóðavettvangi vissu fáir hver maðurinn var áður en hann var kynntur til sögunnar sem nýr forsætisráðherra.

Samkvæmt fréttum margra fjölmiðla er talið að hjónin eigi 900 fermetra lúxushús í útjaðri Moskvu en það er metið á sem svarar til um 1,5 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt skattframtali hjónanna eiga þau ekki hús. The Times segir að rannsóknarmiðillinn Proekt hafi komist að því að hjónin hafi verið skráð eigendur hússins frá 2001 til 2005 en það hafi síðan tilheyrt „Russian Federation“. Þeir sem þekkja til hinnar umfangsmiklu spillingar sem grasserar í Rússlandi segja að fasteignir sem eru í eigu embættismanna og valdamikilla manna í innsta hring Pútíns séu oft skráðar í eigu „Russian Federation“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sænskur prestur fær reynslulausn – Dæmdur fyrir aðild að morði

Sænskur prestur fær reynslulausn – Dæmdur fyrir aðild að morði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skotárás í þýskum háskóla – Fjölmargir særðir

Skotárás í þýskum háskóla – Fjölmargir særðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ómíkron BA.2 ræður ríkjum í Danmörku – Er ástæða til að hafa áhyggjur?

Ómíkron BA.2 ræður ríkjum í Danmörku – Er ástæða til að hafa áhyggjur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn gera út af við algenga mýtu um svefn

Vísindamenn gera út af við algenga mýtu um svefn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan var viss um að hafa fundið morðingja stúlknanna – En málið tók óvænta og banvæna stefnu

Lögreglan var viss um að hafa fundið morðingja stúlknanna – En málið tók óvænta og banvæna stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona oft fær fólk hjartastopp á meðan á ástarleikjum stendur

Svona oft fær fólk hjartastopp á meðan á ástarleikjum stendur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúar sænska bæjarins Fucke vilja breyta nafni hans

Íbúar sænska bæjarins Fucke vilja breyta nafni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nefndi son sinn eftir vinnustaðnum sínum – Kannski eitt af undarlegri nöfnum heims

Nefndi son sinn eftir vinnustaðnum sínum – Kannski eitt af undarlegri nöfnum heims