fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Handtekinn eftir að hafa játað í beinni útsendingu í sjónvarpi að hafa myrt unnustu sína

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 20:30

Mariander Singh. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leigubílstjórinn Mariander Singh sagði í viðtali á indversku sjónvarpsstöðinni, News 18, að hann hefði kyrkt og skorið kærustu sína, hina 27 ára gömlu Sarabjit Kaur, á háls á gamlárskvöld, vegna þess að hann hélt að hún væri að halda framhjá honum. Hann sagðist hafa komið á sjónvarpsstöðina til að gefa sig fram.

Singh sagði að fjölskylda fórnarlambsins hefði hafnað bónorði hans eftir að hafa rætt um það mánuðum saman. Viðræður um mögulegt hjónaband á milli fjölskyldu Singh og hinnar myrtu höfðu verið í gangi í sex mánuði en Singh segir að fjölskylda hennar hafði alltaf fundið einhverja ástæðu til að hafna bónorðinu.

Singh, sem sagt er að hafi verið dæmdur fyrir að myrða aðra konu árið 2010, var handtekinn eftir viðtalið á sjónvarpsstöðinni. Lögreglan var mynduð við komuna í sjónvarpssal og þegar Singh var leiddur út úr byggingunni og settur inn í bíl.

Sarabjit Kaur, sem var hjúkrunarfræðingur, og Singh tékkuðu sig inn á hótel í Chandigarh hinn 30. desember. Tveimur dögum síðar, eftir að Singh hafði tékkað sig út, fann starfsfólk hótelsins lík hennar á blóði drifnu rúminu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu