fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Börn allt niður í 10 ára aldur stunda ljósabekki

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 08:00

Ljósabekkur í notkun. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útfjólubláir geislar ljósabekkja eru ekki sérstaklega góðir fyrir líkamann og þeir hafa meiri áhrif á börn en fullorðna. Geislarnir auka líkurnar á að fólk fái krabbamein og því ekki sérstaklega gott að fara í ljós. En samt sem áður stunda margir ljósaböð á sólbaðsstofum. Í nýrri könnun sem dönsku krabbameinssamtökin stóðu meðal annars að kom í ljós að börn allt niður í 10 ára stunda sólböð í ljósabekkjum.

Könnunin náði til 1.000 ungmenna á aldrinum 15 til 20 ára. Þau voru spurð hversu oft þau fara í ljós og hvenær þau fóru fyrst í ljós. Í ljós kom að þriðja hvert ungmenni fer í ljós og að fimmtungur þeirra fór í fyrsta sinn í ljós þegar þau voru 10 til 13 ára.

Peter Dalum, verkefnisstjóri hjá krabbameinssamtökunum, sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að þetta sé mikið áhyggjuefni því útfjólubláir geislar séu hættulegri eftir því sem fólk er yngra. Það sé vegna þess að frumuskiptingin í líkamanum sé örari á meðan hann er enn að þroskast. Hann telur mjög mikilvægt að fá börn og ungmenni til að hætta að nota ljósabekki því sortuæxli leggist oftast á fólk á aldrinum 15 til 34 ára.

Ef fólk notar ljósabekki aukast líkurnar á að fá sortuæxli um 20 prósent. Ef fólk notar ljósabekki áður en það verður 35 ára aukast líkurnar um 59 prósent.

Notkun sólarbekkja hefur dregist saman í Danmörku á undanförnum áratug en Dalum telur að þörf sé á frekari herferðum til að draga úr notkuninni. Hann leggur til að 18 ára aldurstakmark verði sett á notkun bekkjanna.

Árlega greinast um 2.300 tilfelli af sortuæxlum í Danmörku og um 285 látast árlega af völdum þessarar tegundar krabbameins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Í gær

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump