fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Lögreglunni tókst loks að leysa stóra peningamálið eftir fimm ár – Hver skildi reglulega peninga eftir á almannafæri?

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. janúar 2020 18:00

Bresk pund. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumönnum í Durham sýslu á Bretlandi tókst nýlega að leysa mál sem hefur valdið mörgum heilabrotum undanfarin 5 ár. Á þessum árum voru 26.000 pund, sem svara til rúmlega 4 milljóna íslenskra króna, skilin eftir hér og þar í þorpinu Blackhall Colliery.

Þetta hafði gerst 13 sinnum frá 2014. Í hvert sinn voru 2.000 pund skilin eftir í búntum á hinum og þessum stöðum í þorpinu.

Lögreglan biðlaði til almennings á síðasta ári um aðstoð við að leysa málið. Nú hefur par, sem hefur óskað nafnleyndar, gefið sig fram og segist hafa staðið á bak við þessar dularfullu peningagjafir. Ástæðan er að þeirra sögn að annað þeirra „tengist þorpinu tilfinningalega“.

Lögreglan segir að fólkið hafi stundum skilið peningana eftir á stöðum þar sem líklegt var að ellilífeyrisþegar eða fjárþurfi fólk myndi finna þá. Stundum biðu þau skammt frá til að sjá þegar peningarnir voru teknir.

Parið vill ekki neinar þakkir frá þorpsbúum. Þorpsbúar voru farnir að kalla gefandann/gefendurna „Blackhall jólasveininn“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu