fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

DNA úr barnabarni leysti dularfullt mál

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 22:30

Joseph Henry Loveless og skyrta sem hann var í. Mynd: Wikimedia Commons og lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

1979 fannst beingarind í helli í Idahol í Bandaríkjunum. það var lítil fjölskylda, sem var að skoða hellinn, sem fann hana. Um efri hluta beinagrindar var að ræða og var hann í skyrtu. Fjölskyldan flýtti sér út úr hellinum og tilkynnti þetta til lögreglunnar. Lögreglan komst ekkert áfram við rannsókn málsins og gat ekki komist að af hverjum beinagrindin var eða hvernig viðkomandi endaði í hellinum.

Ekkert meira markvert gerðist í málinu fyrr en 1991 þegar önnur fjölskylda, sem var að skoða sama helli, fann handlegg, sem var uppþornaður, og hönd. Handleggurinn var klæddur í rautt efni. Frekari leit var gerð í hellinum og þá fundust handleggur og tveir fótleggir. Alríkislögreglan FBI var fengin til aðstoðar en enginn árangur náðist við rannsóknina. Málið var því óleyst allt þar til á gamlársdag 2019.

Þá skýrði lögreglan í Idaho frá því að búið væri að bera kennsl á beinagrindina. Hún reyndist vera 103 ára gömul. The New York Times skýrir frá þessu. Með nútíma erfðatækni og ættfræðirannsóknum tókst lögreglunni að komast að því að beinagrindin væri af manni að nafni Joseph Henry Loveless.

Árangur náðist í rannsókninni þegar vísindamenn og nemendur við Idaho ríkisháskólann fóru að vinna við verkefni sem nefnist „DNA Doe Project“. Verkefnið snýst um að þar koma réttarmeinafræðingar og sjálfboðaliðar saman til að vinna að gerð ættartrjáa út frá niðurstöðum DNA-rannsókna á óþekktum fórnarlömbum morðingja.

DNA úr beinagrindinni var tekið til rannsóknar og niðurstöðurnar settar inn í marga stóra gagnagrunna sem milljónir manna nota til að leita að ættingjum. Lögreglan og bandarískir einkaspæjarar hafa notað þessa gagnagrunna til að finna fólk sem er hugsanlega skylt morðingjum. Það var einmitt gert í þessu máli og þannig tókst að hafa uppi á 87 ára gömlu barnabarni Joseph Henry Loveless. Út frá niðurstöðum DNA-rannsóknar og út frá þeim fatnaði sem beinagrindin var í telja vísindamenn að Loveless hafi látist 1916 en þá hafði verið lýst eftir honum og var hann þá sagður vera í fatnaði sem var eins og var á beinagrindinni.

Loveless var eftirlýstur eftir að hann hafði myrt eiginkonu sína, Agnes Loveless, með öxi. Auk þess hafði hann stundað áfengissmygl. Tvisvar tókst honum að sleppa úr fangelsi með því að fela litla sög í stígvéli sínu. Með henni gat hann sagað rimlana í sundur og flúið. Talið er að hann hafi verið á flótta þegar hann lést í hellinum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun