Sunnudagur 26.janúar 2020
Pressan

Harry og Meghan vilja vera sjálfstæð – Svona geta þau aflað sér tekna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. janúar 2020 06:00

Harry og Meghan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur varla farið framhjá mörgum að Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan hafa ákveðið að draga sig að miklu leyti í hlé frá störfum fyrir bresku krúnuna og verða sjálfstæð. Þau vilja skapa sér sitt eigið líf óháð konungsfjölskyldunni og sjá fyrir sér sjálf. En þau hafa ekki enn skýrt frá hvað þau hafa í hyggju að taka sér fyrir hendur. En að mati sérfræðinga þá eru þeim ýmsar leiðir færar í þeim efnum og góðir möguleikar fyrir þau að afla sér tekna.

Ráðgjafafyrirtækið Brand Finance segir að breska konungsfjölskyldan sé eitt sterkasta og verðmætasta vörumerki heims og hafi skapað breskum efnahag verðmæti upp á 88 milljarða dollara 2017. Þetta ættu hjónin að geta nýtt sér. Fram hefur komið að þau hafi í haust tryggt sér rétt á vörumerkinu „Sussex Royal“ og að undir það falli ýmiskonar varningur og annað.

CNN hefur eftir David Haig, forstjóra Brand Finance, að ekki sé útilokað að vegna tengsla Meghan við kvikmyndaheiminn (hún starfaði sem leikkona áður en hún giftist Harry) og tengslanets hennar þá sé Hollywoodmynd eða bókasamningur í farvatninu.

Hjónin eru einnig reynd í notkun samfélagsmiðla og þar geta ýmis viðskiptatækifæri legið. Þau tilkynntu til dæmis um ákvörðun sína á sameiginlegum Instagramreikningi sínum, Sussex Royal, en rúmlega 10 milljónir notenda fylgjast með þeim þar.

Sara McCorquodale, forstjóri CORQ (sem rannsakar og greinir samfélagsmiðla) segir að hugsanlega muni hjónin fara út í viðskipti á samfélagsmiðlum. Í því samhengi bendir hún á að leikkonan Gwyneth Paltrow selji lífsstílsvörur á heimasíðu sinni Goop og sé verðmat fyrirtækis hennar nú áætlað 250 milljónir dollara. Hún segir að hjónin geti til dæmis fléttað saman netviðskiptum og starfi þeirra í þágu mannúðarmála. Þau gætu til dæmis selt vörur framleiddar af fólki í fátækjum ríkjum.

CNN segir að hjónin geti einnig gert eins og Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, sem hefur skapað sér sterkt vörumerki eftir að hann lét af forsetaembættinu. Hann ferðast vítt og breytt og heldur fyrirlestra og hefur góðar tekjur af því. Hann fékk til dæmis 400.000 dollara fyrir einn fyrirlestur á ráðstefnu á Wall Street. Obamahjónin eru einnig sögð hafa skrifað undir samning um bókaskrif sem færir þeim 50 milljónir dollara.

Harry og Meghan þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af að eiga ekki fyrir salti í grautinn á næstunni því persónulegar eignir Harry eru metnar á um 30 milljónir punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði