Sunnudagur 26.janúar 2020
Pressan

Óraunveruleg sjón út um stofugluggann – Hrollvekjandi myndband

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 10. janúar 2020 13:03

Frá eldunum í Ástralíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er erfitt að gera sér í hugarlund hversu slæmt ástandið er á þeim svæðum Ástralíu sem hafa orðið hvað verst úti í gróðureldunum sem geysað hafa síðustu vikur.

Fjölskylda ein á bóndabæ á Kangaroo Island, úti fyrir suðurströnd Ástralíu, skammt frá borginni Adelaide, varpaði þó ljósi á það hversu grafalvarleg staðan er.

Meðfylgjandi myndband var tekið þann 3. janúar síðastliðinn og sýnir það hvernig eldtungurnar umkringja heimili fjölskyldunnar og fjárhús. Fjölskyldufaðirinn, Peter Davis, tók myndbandið en hann starfaði lengi sem slökkviliðsmaður. Hann hefur aldrei séð neitt þessu líkt á ævi sinni.

Peter, ásamt sonum sínum tveimur, Ben og Brenton, reyndu að koma í veg fyrir að eldtungurnar næðu að læsa klónum í íbúðarhús þeirra. Það tókst ekki sem skyldi því eldtungurnar náðu að lokum að læsa sig í húsinu og urðu verulegar skemmdir á því. Eins og gefur að skilja brann allt sem gat brunnið utan dyra til kaldra kola. Þar á meðal voru bílar og fjárhús sem hýstu um 400 kindur. Þær drápust allar eins og býflugur sem voru í um 400 búum á lóðinni.

Óhætt er að segja að feðgarnir hafi verið í mikilli hættu. Í myndbandinu heyrist annar sonur Peters segja að hann þurfi að fara á klósettið. Peter kallar á hann að gera það ekki. „Þú ferð ekki inn í herbergi sem þú kemst kannski aftur út úr. Haltu þig frá glerinu.“

Undir lok myndbandsins sést þegar feðgarnir virða fyrir sér skemmdirnar á húsinu og hlutum utan dyra. „Við reyndum allavega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði